Nýjar ruslatunnur mörg ár í framleiðslu og kostar hvert eintak um 2,8 milljónir króna Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2022 00:20 Ein af frumgerðum Mjúka ferningsins, ruslatunnu sem kostar rúmlega 20 þúsund Bandaríkjadali að framleiða. Ap/Eric Risberg Ný tegund af ruslatunnum á götum San Francisco var meira en þrjú ár í framleiðslu og kostar hvert eintak hennar 21 þúsund Bandaríkjadali eða 2,8 milljónir íslenskra króna. Ruslatunnutegundin er ein af sex nýjum ruslatunnum sem hafa verið teknar í notkun í borginni í sumar. Í átaki sínu til að stemma stigu við yfirflæðandi ruslatunnum San Francisco-borgar réðu borgaryfirvöld fyrirtæki til að hanna þessa nýju ruslatunnutegund sem gengur undir nafninu Soft Square eða Mjúki ferningurinn. Frumgerð af tegundinni Salt og pipar sem er nýkomin á götur San Francisco-borgar.AP/Eric Risberg Auk Mjúka ferningsins hannaði fyrirtækið tvær aðrar ruslatunnur, Grannvöxnu skuggamyndina (e. Slim Silhouette) og Salt og pipar, sem eru ekki síður kostnaðarsamar en hvert eintak af þeirri fyrrnefndu kostar nítján þúsund Bandaríkjadali á meðan hvert eintak af þeirri síðarnefndu kostar ellefu þúsund Bandaríkjadali. Frumgerðir þessara þriggja tegunda, auk þriggja hefðbundinna ruslatunnutegunda, voru teknar í notkun í San Francisco í sumar. Íbúar borgarinnar munu síðan getað dæmt um ágæti ruslatunnanna með því að skanna QR-kóða á þeim og gefa þeim einkunn. Þannig telja borgaryfirvöld sig getað fundið hina fullkomnu ruslatunnu. Leitin að nýrri ruslatunnu tekið langan tíma Borgaryfirvöld hafa leitað að hinni fullkomnu ruslatunnu í þó nokkurn tíma, eða frá 2018 þegar ákveðið var að skipta út meira en þrjú þúsund ruslatunnum á götum borgarinnar. Þær ruslatunnu höfðu þá verið í notkun í næstum tuttugu ár og verður endanlega skipt út á næsta ári. Ein af gömlu ruslatunnunum sem borgaryfirvöld vilja skipta út fyrir nýrri gerð.AP/Eric Risberg Að sögn yfirvalda eru gömlu ruslatunnurnar ekki nægilega góðar þar sem þær eru með of stór göt sem geri fólki auðvelt fyrir að róta í ruslinu. Þá séu tunnurnar með hjarir sem þurfi sífellt að laga og lása sem sé auðvelt að brjóta upp. Til að stuðla að því að íbúar taki þátt í að velja bestu ruslatunnuna er borgin búin að útbúa kortasjá þar sem íbúarnir geta séð hvar ruslatunnutegundirnar sex er að finna. Þannig geta íbúar leitað tunnurnar, notað þær og gefið þeim einkunn. Hér fyrir neðan má sjá kortasjánna. Að sögn Beth Rubenstein, talskonu deildar opinberra framkvæmda hjá San Francisco, hafa íbúar fram til september til að velja hvaða ruslatunna er best. Ruslatunnan sem verður fyrir valinu mun síðan taka við af gömlu ruslatunnunum á næsta ári. QR-kóði á einum af Mjúku ferningunum þar sem fólk getur gefið ruslatunnunni einkunn.AP/Eric Risberg Rubenstein segir að þar sem ruslatunnan sem verði fyrir valinu verði fjöldaframleidd muni kostnaðurinn lækka niður úr núverandi verði í um tvö til þrjú þúsund dollara á hvert eintak (um 270 þúsund til 400 þúsund íslenskra króna). Það eru þó ekki allir spenntir fyrir þessu nýja átaki borgarinnar en Matt Haney, fyrrverandi eftirlitsmaður í Tenderloin-hverfi og fulltrúi þess á Kaliforníu-þingi, sagði að flestir íbúar hefðu viljað sjá borgina skipta gömlu tunnunum út fyrir ruslatunnur sem aðrar borgir nota með góðum árangri. Þá sagði hann að „öll ruslatunnusagan lykti af spillingu“ og vísaði þar í að Mohammed Nuru, fyrrverandi formaður deildar opinberra framkvæmda í borginni, játaði sök í fjársvikamáli í janúar en hann sá um að úthluta samningnum fyrir framleiðslu ruslatunnanna. Nánar má lesa um málið í frétt AP um ruslatunnurnar. Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Í átaki sínu til að stemma stigu við yfirflæðandi ruslatunnum San Francisco-borgar réðu borgaryfirvöld fyrirtæki til að hanna þessa nýju ruslatunnutegund sem gengur undir nafninu Soft Square eða Mjúki ferningurinn. Frumgerð af tegundinni Salt og pipar sem er nýkomin á götur San Francisco-borgar.AP/Eric Risberg Auk Mjúka ferningsins hannaði fyrirtækið tvær aðrar ruslatunnur, Grannvöxnu skuggamyndina (e. Slim Silhouette) og Salt og pipar, sem eru ekki síður kostnaðarsamar en hvert eintak af þeirri fyrrnefndu kostar nítján þúsund Bandaríkjadali á meðan hvert eintak af þeirri síðarnefndu kostar ellefu þúsund Bandaríkjadali. Frumgerðir þessara þriggja tegunda, auk þriggja hefðbundinna ruslatunnutegunda, voru teknar í notkun í San Francisco í sumar. Íbúar borgarinnar munu síðan getað dæmt um ágæti ruslatunnanna með því að skanna QR-kóða á þeim og gefa þeim einkunn. Þannig telja borgaryfirvöld sig getað fundið hina fullkomnu ruslatunnu. Leitin að nýrri ruslatunnu tekið langan tíma Borgaryfirvöld hafa leitað að hinni fullkomnu ruslatunnu í þó nokkurn tíma, eða frá 2018 þegar ákveðið var að skipta út meira en þrjú þúsund ruslatunnum á götum borgarinnar. Þær ruslatunnu höfðu þá verið í notkun í næstum tuttugu ár og verður endanlega skipt út á næsta ári. Ein af gömlu ruslatunnunum sem borgaryfirvöld vilja skipta út fyrir nýrri gerð.AP/Eric Risberg Að sögn yfirvalda eru gömlu ruslatunnurnar ekki nægilega góðar þar sem þær eru með of stór göt sem geri fólki auðvelt fyrir að róta í ruslinu. Þá séu tunnurnar með hjarir sem þurfi sífellt að laga og lása sem sé auðvelt að brjóta upp. Til að stuðla að því að íbúar taki þátt í að velja bestu ruslatunnuna er borgin búin að útbúa kortasjá þar sem íbúarnir geta séð hvar ruslatunnutegundirnar sex er að finna. Þannig geta íbúar leitað tunnurnar, notað þær og gefið þeim einkunn. Hér fyrir neðan má sjá kortasjánna. Að sögn Beth Rubenstein, talskonu deildar opinberra framkvæmda hjá San Francisco, hafa íbúar fram til september til að velja hvaða ruslatunna er best. Ruslatunnan sem verður fyrir valinu mun síðan taka við af gömlu ruslatunnunum á næsta ári. QR-kóði á einum af Mjúku ferningunum þar sem fólk getur gefið ruslatunnunni einkunn.AP/Eric Risberg Rubenstein segir að þar sem ruslatunnan sem verði fyrir valinu verði fjöldaframleidd muni kostnaðurinn lækka niður úr núverandi verði í um tvö til þrjú þúsund dollara á hvert eintak (um 270 þúsund til 400 þúsund íslenskra króna). Það eru þó ekki allir spenntir fyrir þessu nýja átaki borgarinnar en Matt Haney, fyrrverandi eftirlitsmaður í Tenderloin-hverfi og fulltrúi þess á Kaliforníu-þingi, sagði að flestir íbúar hefðu viljað sjá borgina skipta gömlu tunnunum út fyrir ruslatunnur sem aðrar borgir nota með góðum árangri. Þá sagði hann að „öll ruslatunnusagan lykti af spillingu“ og vísaði þar í að Mohammed Nuru, fyrrverandi formaður deildar opinberra framkvæmda í borginni, játaði sök í fjársvikamáli í janúar en hann sá um að úthluta samningnum fyrir framleiðslu ruslatunnanna. Nánar má lesa um málið í frétt AP um ruslatunnurnar.
Bandaríkin Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira