Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað 14. ágúst 2022 19:06 Nökkvi Þeyr skoraði tvö marka KA í leiknum. Vísir/Hulda Margrét KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. „11 á móti 11 vorum við í smá brasi. Það var eins og þetta væri smá erfið fæðing í fyrri hálfleik og við vorum ekki að gera réttu hlutina og þetta var svolítið þvingað hjá okkur. Svo lendum við í því að vera manni fleiri og þá breytist leikurinn, þeir detta neðar og við förum að halda boltanum meira og þá snýst þetta mikið um að vera þolinmóður og finna réttu glufurnar og við gerðum það svo sannarlega.” Hvað er að valda þessari frábæru frammistöðu hjá Nökkva í sumar? „Það er bara mjög einfalt; aukaæfingin. Gera réttu hlutina og þessi smáatriði. Í stuttu orði aukaæfingin.” Hafa einhver lið verið að sýna áhuga að utan? „Ég er bara að einbeita mér núna að KA en maður er alltaf að lesa eitthvað en eina einbeiting mín núna er að standa mig sem best með KA og svo kemur hitt bara.” „Þegar að maður heyrir af áhuga þá reikar hugurinn eitthvað en maður verður þá bara að skrúfa hausinn rétt á og einbeita sér að næsta leik því að eins og er er ég hjá KA og minn fókus er á KA og reyna gera mitt besta fyrir KA og við erum með markmið og mig langar að reyna ná þeim”, sagði Nökkvi ennfremur þegar hann er spurður hvort hugurinn reiki út. Þorri Mar, tvíburabróðir Nökkva, spilaði í vinstri bakverðinum í dag og segir Nökkvi það vera virkilega skemmtilegt að spila á sama væng og bróðir sinn. „Mér finnst það bara mjög gaman og við erum báðir með mikla hlaupagetu þannig að þegar að líður á leikinn getur verið erfitt að mæta okkur þegar að andstæðingarnir eru orðnir þreyttir og við skiljum náttúrulega hvorn annan mjög vel og ég vil endilega gera meira af því.” KA hefur unnið 5 af síðustu 6 leikjum sínum í deildinni. Er liðið með augstað á titilbaráttunni? „Við ætlum bara að einbeita okkur af einum leik í einu” segir Nökkvi og hlær þegar hann sér glottið á undirrituðum eftir þessa klisju. Hann heldur þó áfram: „Við ætlum að vinna næsta leik, það er á móti Stjörnunni, og svo ætlum við að reyna fara eins hátt og við getum og við þurfum að vera virkilega einbeittir næstu vikur, þetta eru stórar vikur framundan og stórir leikir og svo sjáum við bara hvað setur”, sagði Nökkvi að lokum og rauk inn í KA heimilið úr kuldanum úti á velli. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk. „11 á móti 11 vorum við í smá brasi. Það var eins og þetta væri smá erfið fæðing í fyrri hálfleik og við vorum ekki að gera réttu hlutina og þetta var svolítið þvingað hjá okkur. Svo lendum við í því að vera manni fleiri og þá breytist leikurinn, þeir detta neðar og við förum að halda boltanum meira og þá snýst þetta mikið um að vera þolinmóður og finna réttu glufurnar og við gerðum það svo sannarlega.” Hvað er að valda þessari frábæru frammistöðu hjá Nökkva í sumar? „Það er bara mjög einfalt; aukaæfingin. Gera réttu hlutina og þessi smáatriði. Í stuttu orði aukaæfingin.” Hafa einhver lið verið að sýna áhuga að utan? „Ég er bara að einbeita mér núna að KA en maður er alltaf að lesa eitthvað en eina einbeiting mín núna er að standa mig sem best með KA og svo kemur hitt bara.” „Þegar að maður heyrir af áhuga þá reikar hugurinn eitthvað en maður verður þá bara að skrúfa hausinn rétt á og einbeita sér að næsta leik því að eins og er er ég hjá KA og minn fókus er á KA og reyna gera mitt besta fyrir KA og við erum með markmið og mig langar að reyna ná þeim”, sagði Nökkvi ennfremur þegar hann er spurður hvort hugurinn reiki út. Þorri Mar, tvíburabróðir Nökkva, spilaði í vinstri bakverðinum í dag og segir Nökkvi það vera virkilega skemmtilegt að spila á sama væng og bróðir sinn. „Mér finnst það bara mjög gaman og við erum báðir með mikla hlaupagetu þannig að þegar að líður á leikinn getur verið erfitt að mæta okkur þegar að andstæðingarnir eru orðnir þreyttir og við skiljum náttúrulega hvorn annan mjög vel og ég vil endilega gera meira af því.” KA hefur unnið 5 af síðustu 6 leikjum sínum í deildinni. Er liðið með augstað á titilbaráttunni? „Við ætlum bara að einbeita okkur af einum leik í einu” segir Nökkvi og hlær þegar hann sér glottið á undirrituðum eftir þessa klisju. Hann heldur þó áfram: „Við ætlum að vinna næsta leik, það er á móti Stjörnunni, og svo ætlum við að reyna fara eins hátt og við getum og við þurfum að vera virkilega einbeittir næstu vikur, þetta eru stórar vikur framundan og stórir leikir og svo sjáum við bara hvað setur”, sagði Nökkvi að lokum og rauk inn í KA heimilið úr kuldanum úti á velli.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira