„Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. ágúst 2022 11:40 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Sigurjón Ólason Borgarlögmaður var í september 2021 beðinn af borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni um að skoða gjaldtöku í bílastæðahúsum til fólks með bílastæðapassa eða P-passa. Í niðurstöðu lögmannsins segir að Bílastæðasjóður hafi ekki heimild til þess að rukka fatlað fólk með bílastæðispassa í bílastæðahúsum borgarinnar. Formaður Öryrkjabandalagsins, Þuríður Harpa Sigurðardóttir staðfestir í samtali við fréttastofu að kvartanir vegna rukkana í bílastæðahúsum hafi ítrekað borist bandalaginu. Hún segist ekki hafa fengið skýringu á því af hverju málið hafi ekki verið lagfært. Hún segir gjaldtöku í þessum efnum ekki standast lög en önnur bílastæðahús eins og það í Hörpunni hafi nú farið að fordæmi Bílastæðasjóðs og séu byrjuð að rukka fólk með P-passa. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að stofnanir borgarinnar eða sjóðurinn fari að lögum,“ segir Þuríður. Þuríður segir fatlað fólk veigra sér við því að fara í bæinn vegna aðstæðna, gjaldtakan hefti ferðafrelsi fólks. Fólk sem að hafi P-passa þurfi að geta farið um á bíl og hafi ekki endilega val um það að fara með öðrum ferðamáta. Hún segir fá stæði vera til staðar fyrir fólk á stærri bílum og verið sé að þrengja að P-merktum stæðum innan borgarinnar. „Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum,“ segir Þuríður. Hún segist vilja að farið sé að lögum og að fólk með P-passa geti nýtt sér gjaldfrjáls stæði. „Ég myndi náttúrulega vilja sjá að Bílastæðasjóður endurgreiði því fólki sem hann hefur brotið á.“ Hún segir gjaldtökuna vera skerðingu á réttindum fólks og ferðafrelsi, hún auki einsemd og einangrun þar sem fólk geti þá ekki nýtt sér menningu eða þjónustu. Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins, Þuríður Harpa Sigurðardóttir staðfestir í samtali við fréttastofu að kvartanir vegna rukkana í bílastæðahúsum hafi ítrekað borist bandalaginu. Hún segist ekki hafa fengið skýringu á því af hverju málið hafi ekki verið lagfært. Hún segir gjaldtöku í þessum efnum ekki standast lög en önnur bílastæðahús eins og það í Hörpunni hafi nú farið að fordæmi Bílastæðasjóðs og séu byrjuð að rukka fólk með P-passa. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að stofnanir borgarinnar eða sjóðurinn fari að lögum,“ segir Þuríður. Þuríður segir fatlað fólk veigra sér við því að fara í bæinn vegna aðstæðna, gjaldtakan hefti ferðafrelsi fólks. Fólk sem að hafi P-passa þurfi að geta farið um á bíl og hafi ekki endilega val um það að fara með öðrum ferðamáta. Hún segir fá stæði vera til staðar fyrir fólk á stærri bílum og verið sé að þrengja að P-merktum stæðum innan borgarinnar. „Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum,“ segir Þuríður. Hún segist vilja að farið sé að lögum og að fólk með P-passa geti nýtt sér gjaldfrjáls stæði. „Ég myndi náttúrulega vilja sjá að Bílastæðasjóður endurgreiði því fólki sem hann hefur brotið á.“ Hún segir gjaldtökuna vera skerðingu á réttindum fólks og ferðafrelsi, hún auki einsemd og einangrun þar sem fólk geti þá ekki nýtt sér menningu eða þjónustu.
Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira