Sigurður Heiðar: „Skorti hugrekki og trú þegar á hólminn var komið" Hjörvar Ólafsson skrifar 15. ágúst 2022 23:01 Sigurður Heiðar Höskuldsson var missáttur við frammistöðu lærisveina sinna hjá Leikni Reykjavík þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Fram í Bestu deild karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. „Við fáum blautar tuskur í andlitið á okkur í upphafi beggja hálfleikja en mér fannst við flottir í fyrri hálfleik. Orkustigið og skipulagið var gott í fyrri hálfleik og jafnræði með liðunum. Fyrsta markið sem við fáum á okkur var slysalegt og ekkert við því að gera," sagði Sigurður Heiðar súr en upplitsdjarfur. „Mér fannst uppleggið okkar vera að virka vel og þeir voru ekki að skapa sér nein teljandi færi framan af leik. Við svo sem óðum ekkert í færum heldur en leikurinn var bara í góðu jafnvægi í fyrri hálfleik," sagði hann enn fremur. „Eftir að þeir skora tvö mörk með skömmu millibili fer þetta að slitna hjá okkur og síðasti hálftíminn var ekki góður af okkar hálfu. Mér fannst spilamennskan heilt yfir einkennast af því að við höfum verið í brasi. Það skorti trú á allar aðgerðir, við þorðum ekki að halda í boltann og taka menn á og taka frumkvæðið í leiknum. Við verðum að laga það í framahaldinu. Það má hins vegar ekki gleyma því að við erum að spila án sjö lykilleikmanna hér í kvöld og Óttar Bjarni gat bara spilað hálfleik vegna höfuðmeiðsla sinna. Við munum endurheimta eitthvað af þeim leikmönnum sem voru fjarverandi í kvöld í næsta leik og þá þéttist hópurinn," sagði hann um leikinn í kvöld og næstu bardaga. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
„Við fáum blautar tuskur í andlitið á okkur í upphafi beggja hálfleikja en mér fannst við flottir í fyrri hálfleik. Orkustigið og skipulagið var gott í fyrri hálfleik og jafnræði með liðunum. Fyrsta markið sem við fáum á okkur var slysalegt og ekkert við því að gera," sagði Sigurður Heiðar súr en upplitsdjarfur. „Mér fannst uppleggið okkar vera að virka vel og þeir voru ekki að skapa sér nein teljandi færi framan af leik. Við svo sem óðum ekkert í færum heldur en leikurinn var bara í góðu jafnvægi í fyrri hálfleik," sagði hann enn fremur. „Eftir að þeir skora tvö mörk með skömmu millibili fer þetta að slitna hjá okkur og síðasti hálftíminn var ekki góður af okkar hálfu. Mér fannst spilamennskan heilt yfir einkennast af því að við höfum verið í brasi. Það skorti trú á allar aðgerðir, við þorðum ekki að halda í boltann og taka menn á og taka frumkvæðið í leiknum. Við verðum að laga það í framahaldinu. Það má hins vegar ekki gleyma því að við erum að spila án sjö lykilleikmanna hér í kvöld og Óttar Bjarni gat bara spilað hálfleik vegna höfuðmeiðsla sinna. Við munum endurheimta eitthvað af þeim leikmönnum sem voru fjarverandi í kvöld í næsta leik og þá þéttist hópurinn," sagði hann um leikinn í kvöld og næstu bardaga.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira