Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 23:03 Faraldur apabólu hefur gengið yfir heiminn að undanförnu. Getty/Jakub Porzycki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi. Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað. Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað.
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29