Hvað er planið? Sara Dögg Svanhildardóttir og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 18. ágúst 2022 07:01 Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Þessi ungmenni hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna en fyrir flesta er það því miður ekki staðan. Menntakerfið okkar skapar ekki rými fyrir alla, bara suma. Hvað er planið? Er yfirskrift herferðar sem hefst í dag. Þar varpa Landssamtökin Þroskahjálp ljósi á stöðu fatlaðra ungmenna þegar kemur að námstækifærum að loknu námi af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmennin sem koma að herferðinni eiga öll sína drauma og þrár og deila þeim með okkur næstu daga á samfélagsmiðlum sem og á strætóskiltum vítt og breytt um höfuðborgina. Tækifæri fyrir öll líka fötluð ungmenni. Rödd þeirra er sterk og skýr. Fötluð ungmenni gera þá kröfu að hafa sömu tækifæri og önnur ungmenni, og draga fram þann fáránleika sem samfélagið hefur viðhaldið allt of lengi. Skilaboðin eru einföld og skýr: það er kominn tími til þess að breyta þessu. En eins og eitt ungmennið orðar svo vel og nær að fanga kjarna málsins: „Ég vonast til að allir fái tækifæri til að verða það sem þau langar til í framtíðinni og skora á stjórnvöld að breyta kerfinu eins og það er í dag. Þaðþarf að vera með nám sem stendur til boða fyrir fatlaða og bjóða upp á þá hluti sem hægt er að bjóða upp á til að ýta fólki lengra í því sem það vill verða. Láta eins marga hluti verða mögulegir og fræðilegt er.“ Tíminn til þess að breyta er núna! Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð námstækifæri og fáar, afmarkaðar leiðir til að mennta sig. Það er sorglegt að sjá hvernig kerfið okkar mætir þessum dýrmæta og kraftmikla hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Samt halda hlutirnir áfrm að malla í sama farinu ár eftir ár. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Á sama tíma verður atvinnulífið og hið opinbera að taka höndum saman og vera tilbúin til að taka á móti fötluðu fólki á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að tryggja fötluðu fólki góð og spennandi störf, og viðeigandi stuðning til þess að sinna þeim. Tökum höndum saman og sköpum náms- og atvinnutækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni! Þú getur lagt fötluðum ungmennum lið með því að skrifa undir á askorun.throskahjalp.is. Undirskriftirnar verða afhentar ríkisstjórn Íslands og Samtökunum atvinnulífsins. Sara Dögg Svanhildardóttir, – verkefnastjóri náms- og atvinnutækifæra hjá ÞroskahjálpUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Þessi ungmenni hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskrift úr framhaldsskóla. Eftirvænting og tilhlökkun ætti að vera þeim efst í huga líkt og annarra ungmenna en fyrir flesta er það því miður ekki staðan. Menntakerfið okkar skapar ekki rými fyrir alla, bara suma. Hvað er planið? Er yfirskrift herferðar sem hefst í dag. Þar varpa Landssamtökin Þroskahjálp ljósi á stöðu fatlaðra ungmenna þegar kemur að námstækifærum að loknu námi af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmennin sem koma að herferðinni eiga öll sína drauma og þrár og deila þeim með okkur næstu daga á samfélagsmiðlum sem og á strætóskiltum vítt og breytt um höfuðborgina. Tækifæri fyrir öll líka fötluð ungmenni. Rödd þeirra er sterk og skýr. Fötluð ungmenni gera þá kröfu að hafa sömu tækifæri og önnur ungmenni, og draga fram þann fáránleika sem samfélagið hefur viðhaldið allt of lengi. Skilaboðin eru einföld og skýr: það er kominn tími til þess að breyta þessu. En eins og eitt ungmennið orðar svo vel og nær að fanga kjarna málsins: „Ég vonast til að allir fái tækifæri til að verða það sem þau langar til í framtíðinni og skora á stjórnvöld að breyta kerfinu eins og það er í dag. Þaðþarf að vera með nám sem stendur til boða fyrir fatlaða og bjóða upp á þá hluti sem hægt er að bjóða upp á til að ýta fólki lengra í því sem það vill verða. Láta eins marga hluti verða mögulegir og fræðilegt er.“ Tíminn til þess að breyta er núna! Fötluð ungmenni hafa mjög takmörkuð námstækifæri og fáar, afmarkaðar leiðir til að mennta sig. Það er sorglegt að sjá hvernig kerfið okkar mætir þessum dýrmæta og kraftmikla hópi og við því þarf að bregðast. Enginn mælir þessu bót, enginn telur það sanngjarnt eða réttlætanlegt að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda og annað fólk. Samt halda hlutirnir áfrm að malla í sama farinu ár eftir ár. Kerfið er mannanna verk og því er ekki eftir neinu að bíða. Á sama tíma verður atvinnulífið og hið opinbera að taka höndum saman og vera tilbúin til að taka á móti fötluðu fólki á vinnumarkaðinn. Mikilvægt er að tryggja fötluðu fólki góð og spennandi störf, og viðeigandi stuðning til þess að sinna þeim. Tökum höndum saman og sköpum náms- og atvinnutækifæri fyrir öll. Líka fötluð ungmenni! Þú getur lagt fötluðum ungmennum lið með því að skrifa undir á askorun.throskahjalp.is. Undirskriftirnar verða afhentar ríkisstjórn Íslands og Samtökunum atvinnulífsins. Sara Dögg Svanhildardóttir, – verkefnastjóri náms- og atvinnutækifæra hjá ÞroskahjálpUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun