Raunhæfar lausnir fyrir börn og foreldra í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 17. ágúst 2022 09:30 Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022. Vissulega viljum við gera betur í þessum efnum og geta boðið börnum inngöngu frá tólf mánaða aldri, en það væru svik við foreldra að lofa slíku í dag. Vandinn er djúpstæðari en svo að hægt sé að leysa hann með loforðum um að byggja fleiri leikskóla. Því nýja leikskóla þarf að manna, bæði með faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Vandi leikskóla er mönnunarvandi sem verður að leysa í skrefum. Fyrsta skrefið er að mæta strax þeim áskorunum sem felast í fjölgun barna í Kópavogi og vöntun á vistunarúrræðum. Í Kópavogi sjáum við fyrir okkur tvenns konar valkosti fyrir foreldra í þessum efnum. Í fyrsta lagi ætlum við að bjóða upp á aðstöðu fyrir dagforeldra á gæsluvöllum, með færanlegum húsnæðiseiningum þar sem þörfin er mest. Þannig viljum við fjölga dagforeldrum. Í öðru lagi með heimgreiðslu til þeirra foreldra sem kjósa að sinna barninu áfram heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær leikskólavist. Þannig bjóðum við foreldrum val. Næsta skref er að tryggja eftirsóknarvert vinnuumhverfi í skólum bæjarins með bættri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Við þurfum að samræma starfsumhverfi leik- og grunnskóla með því að skilgreina leikskólastarf og dagvistun. Kópavogsbær mun áfram veita stuðning til náms í leikskólafræðum og skoða möguleikann á að útvíkka slíkan stuðning til að ná til fleiri einstaklinga sem hafa bæði áhuga á að mennta sig í slíkum fræðum og starfa hjá bænum. Við þurfum jafnframt að styrkja ófaglærða starfsmenn til að sækja námskeið sem auka þjálfun og menntun þeirra. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að auka hvata til að vinna á leikskólum Kópavogs og að brúa mönnunarvanda til framtíðar. Við sem gegnum forystu í Kópavogi lofum ekki innistæðulausum aðgerðum í leikskólamálum sem skapa óraunhæfar væntingar foreldra fyrst um sinn en vonbrigðum síðar. Markmiðin þurfa að vera skýr og leiðin til að ná þeim raunhæf og vel ígrunduð. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022. Vissulega viljum við gera betur í þessum efnum og geta boðið börnum inngöngu frá tólf mánaða aldri, en það væru svik við foreldra að lofa slíku í dag. Vandinn er djúpstæðari en svo að hægt sé að leysa hann með loforðum um að byggja fleiri leikskóla. Því nýja leikskóla þarf að manna, bæði með faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Vandi leikskóla er mönnunarvandi sem verður að leysa í skrefum. Fyrsta skrefið er að mæta strax þeim áskorunum sem felast í fjölgun barna í Kópavogi og vöntun á vistunarúrræðum. Í Kópavogi sjáum við fyrir okkur tvenns konar valkosti fyrir foreldra í þessum efnum. Í fyrsta lagi ætlum við að bjóða upp á aðstöðu fyrir dagforeldra á gæsluvöllum, með færanlegum húsnæðiseiningum þar sem þörfin er mest. Þannig viljum við fjölga dagforeldrum. Í öðru lagi með heimgreiðslu til þeirra foreldra sem kjósa að sinna barninu áfram heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær leikskólavist. Þannig bjóðum við foreldrum val. Næsta skref er að tryggja eftirsóknarvert vinnuumhverfi í skólum bæjarins með bættri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Við þurfum að samræma starfsumhverfi leik- og grunnskóla með því að skilgreina leikskólastarf og dagvistun. Kópavogsbær mun áfram veita stuðning til náms í leikskólafræðum og skoða möguleikann á að útvíkka slíkan stuðning til að ná til fleiri einstaklinga sem hafa bæði áhuga á að mennta sig í slíkum fræðum og starfa hjá bænum. Við þurfum jafnframt að styrkja ófaglærða starfsmenn til að sækja námskeið sem auka þjálfun og menntun þeirra. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að auka hvata til að vinna á leikskólum Kópavogs og að brúa mönnunarvanda til framtíðar. Við sem gegnum forystu í Kópavogi lofum ekki innistæðulausum aðgerðum í leikskólamálum sem skapa óraunhæfar væntingar foreldra fyrst um sinn en vonbrigðum síðar. Markmiðin þurfa að vera skýr og leiðin til að ná þeim raunhæf og vel ígrunduð. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun