Víða ógerningur að fá bókaðan tíma hjá lækni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 19:20 Óskar Reykdalsson segir um helming lækna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í sumarfríi. vísir/vilhelm Bið eftir tímum hjá heimilislæknum hefur sjaldan verið lengri á höfuðborgarsvæðinu og eru sumar heilsugæslustöðvar hættar að taka við tímabókunum. Óbókuðum komum fólks á heilsugæsluna hefur fjölgað gríðarlega milli ára. Þegar reynt er að bóka tíma hjá heimilislækni kemur þetta vandamál glögglega í ljós. Hjá Heilsugæslunni Miðbæ er næsti lausi tími ekki fyrr en 5. október, eftir sjö vikur. Í Seltjarnarnesbæ er hægt að komast að örlítið fyrr að - fyrsti lausi tíminn er eftir tæpar fjórar vikur; 12. september. Í Hlíðunum er staðan þó verst; enginn læknir á lausan tíma og því er ekkert hægt að bóka - menn verða bara að mæta. „Já, það er dáldið löng bið núna. En það byggist svoldið á því, sérstaklega á undanförnu ári, að þá hefur skyndikomum fjölgað mjög mikið. Þannig við erum meira í að sinna bráðavandamálum heldur en áður,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þarna lýgur Óskar engu. Aukningin í óbókuðum komum er gríðarleg - rúm 28 prósent það sem af er ári ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þær hafa verið rúmlega 63 þúsund í ár. Ef ekki er laus tími en vandamálið er brýnt verður fólk bara að mæta á staðinn og bíða eftir að komast að.vísir/egill En af hverju stafar þessi aukning? „Ég veit það ekki alveg. En það er þannig að það er vísað meira á heilsugæsluna en áður og fólk þekkir okkur betur en áður. Og það er meira um að það sé verið að vísa fólki frá, til dæmis af bráðamóttökunni þar sem staðan hefur verið erfið og við tökum gjarnan við þeim vandamálum sem eiga heima á heilsugæslunni,“ segir Óskar. En hvað á fólk að gera í þessari stöðu? Þeir sem ekki geta beðið í margar vikur með að láta sinna sér í veikindunum velta þessu líklega fyrir sér. „Við þurfum að sinna bráðavandamálum. Ef að fólk getur ekki beðið eftir bókuðum tíma þá verður það bara að mæta og þá tökum við að sjálfsögðu á móti því fólki,“ segir Óskar. Þetta er þó tímabundið vandamál, að mestu leyti, segir Óskar. Það er nefnilega gífurlegur fjöldi lækna enn í sumarfríi. „Við erum kannski ekki með nema svona sirka helming lækna okkar í vinnu þessa dagana og það auðvitað dregur úr skipulögðum tímum þegar það þurfa mjög margir af þeim læknum sem eru við vinnu að sinna bráðaþjónustu,“ segir Óskar. Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Þegar reynt er að bóka tíma hjá heimilislækni kemur þetta vandamál glögglega í ljós. Hjá Heilsugæslunni Miðbæ er næsti lausi tími ekki fyrr en 5. október, eftir sjö vikur. Í Seltjarnarnesbæ er hægt að komast að örlítið fyrr að - fyrsti lausi tíminn er eftir tæpar fjórar vikur; 12. september. Í Hlíðunum er staðan þó verst; enginn læknir á lausan tíma og því er ekkert hægt að bóka - menn verða bara að mæta. „Já, það er dáldið löng bið núna. En það byggist svoldið á því, sérstaklega á undanförnu ári, að þá hefur skyndikomum fjölgað mjög mikið. Þannig við erum meira í að sinna bráðavandamálum heldur en áður,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þarna lýgur Óskar engu. Aukningin í óbókuðum komum er gríðarleg - rúm 28 prósent það sem af er ári ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þær hafa verið rúmlega 63 þúsund í ár. Ef ekki er laus tími en vandamálið er brýnt verður fólk bara að mæta á staðinn og bíða eftir að komast að.vísir/egill En af hverju stafar þessi aukning? „Ég veit það ekki alveg. En það er þannig að það er vísað meira á heilsugæsluna en áður og fólk þekkir okkur betur en áður. Og það er meira um að það sé verið að vísa fólki frá, til dæmis af bráðamóttökunni þar sem staðan hefur verið erfið og við tökum gjarnan við þeim vandamálum sem eiga heima á heilsugæslunni,“ segir Óskar. En hvað á fólk að gera í þessari stöðu? Þeir sem ekki geta beðið í margar vikur með að láta sinna sér í veikindunum velta þessu líklega fyrir sér. „Við þurfum að sinna bráðavandamálum. Ef að fólk getur ekki beðið eftir bókuðum tíma þá verður það bara að mæta og þá tökum við að sjálfsögðu á móti því fólki,“ segir Óskar. Þetta er þó tímabundið vandamál, að mestu leyti, segir Óskar. Það er nefnilega gífurlegur fjöldi lækna enn í sumarfríi. „Við erum kannski ekki með nema svona sirka helming lækna okkar í vinnu þessa dagana og það auðvitað dregur úr skipulögðum tímum þegar það þurfa mjög margir af þeim læknum sem eru við vinnu að sinna bráðaþjónustu,“ segir Óskar.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira