Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2022 22:26 Aldrei hefur verið lagt hald á meira magn af kókaíni í einni sendingu en nú. Myndin er úr safni. Getty Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á stærsta kókaínmáli sem upp hefur komið hér á landi. Fjórði maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála. Lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á tæplega hundrað kíló af kókaínu sem falið var í vörusendingu hér á landi Sé tekið mið af verðkönnun SÁÁ á götuvirði vímuefna hér á landi, sem síðast var uppfærð í maí síðastliðnum, er algengt verð á grammi af kókaínu um nítján þúsund krónur. Sé miðað við það verð og þá forsendu að hvert einasta gramm af því kókaíni sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu yrði selt er götuvirði magnsins um 1,9 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV voru efnin falin í timbursendingu í gámi. Efnin fundust fyrst í Hollandi en voru gerð upptæk hér á landi. Sem fyrr segir er um að ræða stærsta kókaínmál Íslandssögunnar en árið 2016 lagði lögregla hald á sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatösku. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Lögðu hald á tugi kílóa af fíkniefnum Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Þrír voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á stærsta kókaínmáli sem upp hefur komið hér á landi. Fjórði maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála. Lögreglan greindi frá því í dag að hún hefði lagt hald á tæplega hundrað kíló af kókaínu sem falið var í vörusendingu hér á landi Sé tekið mið af verðkönnun SÁÁ á götuvirði vímuefna hér á landi, sem síðast var uppfærð í maí síðastliðnum, er algengt verð á grammi af kókaínu um nítján þúsund krónur. Sé miðað við það verð og þá forsendu að hvert einasta gramm af því kókaíni sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu yrði selt er götuvirði magnsins um 1,9 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV voru efnin falin í timbursendingu í gámi. Efnin fundust fyrst í Hollandi en voru gerð upptæk hér á landi. Sem fyrr segir er um að ræða stærsta kókaínmál Íslandssögunnar en árið 2016 lagði lögregla hald á sextán kíló af kókaíni sem falið var í ferðatösku.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Lögðu hald á tugi kílóa af fíkniefnum Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06
Lögðu hald á tugi kílóa af fíkniefnum Lögreglan lagði hald á tugi kílóa af fíkniefnum í aðgerðum sínum sem greint var frá á föstudaginn í síðustu viku. Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. 10. ágúst 2022 17:08