Reiknar með áherslu á Ævintýraborgirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2022 11:58 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er bjartsýn á breytingar. Vísir/Vilhelm Ráðhús Reykjavíkur hefur frá því í morgun verið undirlagt foreldrum með börn á leikskólaaldri, sem mótmæla ástandi í leikskólamálum borgarinnar. Meirihlutinn mun kynna tillögur að bráðaaðgerðum að loknum borgarráðsfundi á eftir. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu býst við áherslu á Ævintýraborgirnar. Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ráðgert er að fundi borgarráðs ljúki klukkan hálf eitt og fulltrúar meirihlutans kynni þá fréttamönnum og foreldrum tillögurnar. Slétt vika er nú síðan foreldrar mótmæltu fyrst með börn sín í ráðhúsinu. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði brá sér út af fundinum sem hófst á tíunda tímanum í morgun - og segir að tillögur meirihlutans, sem ekki hafa verið birtar opinberlega, séu ágætar - en gera megi meira. „Ég hugsa að þetta sé svolítið á þeim línum sem hefur verið rætt áður, að bregðast við því sem má bregðast við, að það lúti helst að þessum ævintýraborgum,“ segir Ragnhildur Alda. Þannig má leiða að því líkum að meirihlutinn hyggi á undanþágur til að opna Ævintýraborgirnar svokölluðu, nýja leikskóla sem áttu að veita 340 börnum pláss í byrjun árs. Slíka tillögu mátti einnig finna í tillögum sem Sjálfstæðismenn kynntu í gær - en þeir fóru jafnframt fram á það að þær tillögur yrðu einnig teknar fyrir á fundinum í dag. Nokkuð bar á gagnrýni í garð þeirra tillagna Sjálfstæðismanna sem sneru að mönnun í gær; að koma á fót bakvarðarsveit og bjóða starfsfólki frístundaheimila vinnu á leikskólum fyrir hádegi. Vandinn lægi í laununum; þau þurfi einfaldlega að hækka. Ragnhildur Alda segir þann lið ekki umflúinn. „Þetta er eitthvað sem Reykjavíkurborg þarf að skoða, sem er bara hvernig getum við bætt starfsaðstæður. Og það er ekki held ég ein lausn. En launin hafa mikið að segja því fólk þarf að geta unnið þessa vinnu án þess að vera með aukavinnur. Þannig að það er stór næsta spurning. Og held ég verður tekin fyrir í komandi kjarasamningum.“ En hún er í öllu falli bjartsýn á breytingar. „Ég hugsa að núna þá kannski fari fólk að átta sig á því að við getum ekki lofað og lofað og verið með sömu lausnirnar. Það er alltaf sama aðferðarfræðin og sama nálgunin. Það er alltaf bara þessi lausn en ekki þessi lausn.“ Fréttin hefur verið uppfærð en horfa mátti á beina útsendingu frá kynningu á tillögunum í fréttinni. Nánar má lesa um tillögurnar hér að neðan.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira