„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2022 16:31 Það var fjölmenni í Iðnó er Kristrún flutti ræðu sína. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. Kristrún greindi frá framboði sínu á opnum fundi í Iðnó í dag. Logi Einarsson, formaður flokksins, tilkynnti fyrr í sumar frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar eftir að hafa gegnt embættinu síðan í október árið 2016. Kristrún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda en hún kom ansi bratt inn í pólitíkina fyrir Alþingiskosningarnar í september á síðasta ári eftir að hafa starfað sem hagfræðingur hjá Kviku banka. Síðan hún var kjörin inn á þing hefur hún ferðast um landið og haldið opna fundi þar sem hún hefur rætt við landsmenn. „Þetta gerði ég til þess að ná betri tengingu við alls konar fólk. Mig langaði að kynnast kjörum og aðstæðum þess. Fá betri tilfinningu fyrir því hvernig fólk hefur það, hvernig það sér fyrir sér framtíðina og til hvers það ætlast af okkur sem erum í stjórnmálum og þá ekki síst okkur sem sitjum fyrir hönd þjóðarinnar á Alþingi,“ sagði Kristrún í ræðu sinni á fundinum. Þegar hún tilkynnti svo um framboð sitt klappaði allur salurinn og fögnuðu stuðningsmenn hennar ákaft. Hún sagðist ekki getað ímyndað sér meiri heiður en að leiða flokk jafnaðarmanna. Hún sé ánægð með ákvörðun sína og er glöð að vera búin að deila henni með fólki. Það var margmenni í Iðnó í dag, á meðal gesta var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Ég væri nefnilega ekki að þessu nema vegna þess að ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur en nú er gert. Það er hægt, fólkið í landinu veit að það er hægt, og ég treysti mér til þess. Þess vegna er ég að bjóða mig fram í þetta verkefni,“ sagði Kristrún. Samstaða og samkennd Sem formaður vill hún byggja meiri samstöðu og samkennd í pólitíkinni því áherslan á einstaklingshyggjuna hafi ekki góð áhrif á fólk. Jafnaðarmenn þurfi að stunda jákvæða pólitík og tala fyrir lausnum á þeim áskorunum sem standa frammi fyrir þeim. „Það er spilað mikið inn á pólitík óhjákvæmileika þessa dagana hér á landi. Af orðræðu ráðamanna mætti halda að sé einfaldlega ekki hægt að gera betur í húsnæðismálum, heilbrigðismálum, samgöngum, gagnvart fólki sem reiðir sig á almannatryggingar,“ sagði Kristrún sem telur fólkið í landinu vita að hægt sé að leysa þessi mál. Klippa: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Samylkingar Kristrún vill leggja ofuráherslu á kjarnamál jafnaðarmanna sem að hennar sögn er kjör venjulegs fólks. Þá vilji hún gera Samfylkinguna að því afli í stjórnmálum sem veitir efnahagsmálum trúverðuga forystu. „Ég vil að það sé alveg á hreinu fyrir hvað flokkurinn stendur og af hverju hann á erindi við fólkið í landinu,“ sagði Kristrún. Vill fjölga samtölum við fólkið í landinu Hún sagði Samfylkinguna þurfa að ná virkari tengingu við hinn almenna launamann á Íslandi. Það verði ekki gert með öðrum hætti en að ræða beint við fólk. „Við sem flokkur munum aldrei geta lagt fram svör við áskorunum venjulegs fólks án þess styrkja tengslin, fjölga samtölunum,“ sagði Kristrún. Hún er fullviss um að Samfylkingin geti unnið kosningar á ný og orðið ráðandi afl í ríkisstjórn en til þess þurfi skýrar áherslur sem taka mið af daglegu lífi fólks í landinu. Annar formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, var einnig á fundinum.Vísir/Vilhelm Nú reynir á eftir áratug af óbreyttu stjórnarfari Að lokum sagði Kristrún að jafnaðarmenn þurfi að draga línu í sandinn um hvað verður liðið. Það þurfi að sameinast um fullfjármagnað heilbrigðiskerfi, taka ábyrgð á húsnæðismarkaðnum, sameinast um að fólk á lágum tekjum beri ekki hitann og þungan af verðbólgunni og um að styrkja almannaþjónustu og grunninnviði samfélagsins um land allt. „Nú er áratugur óbreytts stjórnarfars er liðinn, og annar slíkur má ekki líða við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Það er kominn tími á nýja kynslóð og nýju tegund forystu, og þar, kæru vinir reynir á jafnaðarmannaflokk Íslands, með stuðningi fólksins í landinu, að vísa veginn,“ sagði Kristrún. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Kristrún greindi frá framboði sínu á opnum fundi í Iðnó í dag. Logi Einarsson, formaður flokksins, tilkynnti fyrr í sumar frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar eftir að hafa gegnt embættinu síðan í október árið 2016. Kristrún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda en hún kom ansi bratt inn í pólitíkina fyrir Alþingiskosningarnar í september á síðasta ári eftir að hafa starfað sem hagfræðingur hjá Kviku banka. Síðan hún var kjörin inn á þing hefur hún ferðast um landið og haldið opna fundi þar sem hún hefur rætt við landsmenn. „Þetta gerði ég til þess að ná betri tengingu við alls konar fólk. Mig langaði að kynnast kjörum og aðstæðum þess. Fá betri tilfinningu fyrir því hvernig fólk hefur það, hvernig það sér fyrir sér framtíðina og til hvers það ætlast af okkur sem erum í stjórnmálum og þá ekki síst okkur sem sitjum fyrir hönd þjóðarinnar á Alþingi,“ sagði Kristrún í ræðu sinni á fundinum. Þegar hún tilkynnti svo um framboð sitt klappaði allur salurinn og fögnuðu stuðningsmenn hennar ákaft. Hún sagðist ekki getað ímyndað sér meiri heiður en að leiða flokk jafnaðarmanna. Hún sé ánægð með ákvörðun sína og er glöð að vera búin að deila henni með fólki. Það var margmenni í Iðnó í dag, á meðal gesta var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Ég væri nefnilega ekki að þessu nema vegna þess að ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur en nú er gert. Það er hægt, fólkið í landinu veit að það er hægt, og ég treysti mér til þess. Þess vegna er ég að bjóða mig fram í þetta verkefni,“ sagði Kristrún. Samstaða og samkennd Sem formaður vill hún byggja meiri samstöðu og samkennd í pólitíkinni því áherslan á einstaklingshyggjuna hafi ekki góð áhrif á fólk. Jafnaðarmenn þurfi að stunda jákvæða pólitík og tala fyrir lausnum á þeim áskorunum sem standa frammi fyrir þeim. „Það er spilað mikið inn á pólitík óhjákvæmileika þessa dagana hér á landi. Af orðræðu ráðamanna mætti halda að sé einfaldlega ekki hægt að gera betur í húsnæðismálum, heilbrigðismálum, samgöngum, gagnvart fólki sem reiðir sig á almannatryggingar,“ sagði Kristrún sem telur fólkið í landinu vita að hægt sé að leysa þessi mál. Klippa: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Samylkingar Kristrún vill leggja ofuráherslu á kjarnamál jafnaðarmanna sem að hennar sögn er kjör venjulegs fólks. Þá vilji hún gera Samfylkinguna að því afli í stjórnmálum sem veitir efnahagsmálum trúverðuga forystu. „Ég vil að það sé alveg á hreinu fyrir hvað flokkurinn stendur og af hverju hann á erindi við fólkið í landinu,“ sagði Kristrún. Vill fjölga samtölum við fólkið í landinu Hún sagði Samfylkinguna þurfa að ná virkari tengingu við hinn almenna launamann á Íslandi. Það verði ekki gert með öðrum hætti en að ræða beint við fólk. „Við sem flokkur munum aldrei geta lagt fram svör við áskorunum venjulegs fólks án þess styrkja tengslin, fjölga samtölunum,“ sagði Kristrún. Hún er fullviss um að Samfylkingin geti unnið kosningar á ný og orðið ráðandi afl í ríkisstjórn en til þess þurfi skýrar áherslur sem taka mið af daglegu lífi fólks í landinu. Annar formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, var einnig á fundinum.Vísir/Vilhelm Nú reynir á eftir áratug af óbreyttu stjórnarfari Að lokum sagði Kristrún að jafnaðarmenn þurfi að draga línu í sandinn um hvað verður liðið. Það þurfi að sameinast um fullfjármagnað heilbrigðiskerfi, taka ábyrgð á húsnæðismarkaðnum, sameinast um að fólk á lágum tekjum beri ekki hitann og þungan af verðbólgunni og um að styrkja almannaþjónustu og grunninnviði samfélagsins um land allt. „Nú er áratugur óbreytts stjórnarfars er liðinn, og annar slíkur má ekki líða við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Það er kominn tími á nýja kynslóð og nýju tegund forystu, og þar, kæru vinir reynir á jafnaðarmannaflokk Íslands, með stuðningi fólksins í landinu, að vísa veginn,“ sagði Kristrún.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira