Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 15:30 Málið gegn Ronaldo hefur dregist töluvert og mun gera það enn frekar. EPA-EFE/Peter Powell Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009. Mayorga ásakar Ronaldo um að hafa brotið á sér í þakíbúð í Las Vegas sumarið 2009, en sama sumar gekk hann í raðir Real Madrid frá Manchester United og varð dýrasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma. Málið komst fyrst í fjölmiðla árið 2017 en það hafði verið afgreitt árið 2010 þar sem lögmenn Mayorga og Ronaldo sættust á 275 þúsund punda sáttagreiðslu svo að málið yrði látið niður falla. Upphæðin jafngildir tæplega 46 milljónum króna. Mayorga tók málið upp að nýju þegar það komst í fjölmiðla 2017 en saksóknarar vestanhafs ákváðu að aðhafast ekki í málinu og settu ekki fram kæru gegn Ronaldo eftir að hafa farið yfir atriði máls. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo árið 2018 en féll frá því máli ári síðar. Ekki lá ljóst fyrir hvort að Ronaldo hafi greitt frekari bætur á þeim tímapunkti. Hún höfðaði annað mál í fyrra en því var vísað frá af héraðsdómaranum Jennifer Dorsey í sumar. Dorsey sakaði lögmann Mayorga um blekkingar og að hafa sett fram illa fengin skjöl í málinu. Enn fremur sagði dómarinn sagði rökin að baki lögsókninni bæði „fáránleg og ósannfærandi“. Eftir að málinu var vísað frá lögsóttu lögmenn Ronaldos lögmann Mayorga og kröfðu um bætur upp á 626 þúsund pund, um 83 milljónir króna. Lögmenn Mayorga hafa nú áfrýjað ákvörðun Dorsey og verður sú áfrýjun tekin til skoðunar fyrir rétti í San Francisco á þriðjudaginn kemur. Mayorga krefst 54 milljón punda skaðabóta frá Ronaldo vegna meintrar nauðgunarinnar, tæplega níu milljarða króna - um 200 sinnum hærri upphæð en hún fékk greidda árið 2010. Ronaldo hefur alla tíð neitað sök en eftir að Mayorga höfðaði málið opinberlega árið 2018 sagði hann: „Ég neita staðfastlega öllum þeim ásökunum sem eru á mig lagðar. Nauðgun er viðurstyggilegur glæpur sem gengur gegn öllu því sem ég er og trúi á“. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31 Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Mayorga ásakar Ronaldo um að hafa brotið á sér í þakíbúð í Las Vegas sumarið 2009, en sama sumar gekk hann í raðir Real Madrid frá Manchester United og varð dýrasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma. Málið komst fyrst í fjölmiðla árið 2017 en það hafði verið afgreitt árið 2010 þar sem lögmenn Mayorga og Ronaldo sættust á 275 þúsund punda sáttagreiðslu svo að málið yrði látið niður falla. Upphæðin jafngildir tæplega 46 milljónum króna. Mayorga tók málið upp að nýju þegar það komst í fjölmiðla 2017 en saksóknarar vestanhafs ákváðu að aðhafast ekki í málinu og settu ekki fram kæru gegn Ronaldo eftir að hafa farið yfir atriði máls. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo árið 2018 en féll frá því máli ári síðar. Ekki lá ljóst fyrir hvort að Ronaldo hafi greitt frekari bætur á þeim tímapunkti. Hún höfðaði annað mál í fyrra en því var vísað frá af héraðsdómaranum Jennifer Dorsey í sumar. Dorsey sakaði lögmann Mayorga um blekkingar og að hafa sett fram illa fengin skjöl í málinu. Enn fremur sagði dómarinn sagði rökin að baki lögsókninni bæði „fáránleg og ósannfærandi“. Eftir að málinu var vísað frá lögsóttu lögmenn Ronaldos lögmann Mayorga og kröfðu um bætur upp á 626 þúsund pund, um 83 milljónir króna. Lögmenn Mayorga hafa nú áfrýjað ákvörðun Dorsey og verður sú áfrýjun tekin til skoðunar fyrir rétti í San Francisco á þriðjudaginn kemur. Mayorga krefst 54 milljón punda skaðabóta frá Ronaldo vegna meintrar nauðgunarinnar, tæplega níu milljarða króna - um 200 sinnum hærri upphæð en hún fékk greidda árið 2010. Ronaldo hefur alla tíð neitað sök en eftir að Mayorga höfðaði málið opinberlega árið 2018 sagði hann: „Ég neita staðfastlega öllum þeim ásökunum sem eru á mig lagðar. Nauðgun er viðurstyggilegur glæpur sem gengur gegn öllu því sem ég er og trúi á“.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31 Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00 Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31
Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06
Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44
Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00