Fyrrverandi lögreglumaður játar sök í máli Breonna Taylor Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:00 Breonna Taylor var drepin á heimili sínu í mars 2020 þegar lögreglumenn réðust þangað inn undir fölsku flaggi. AP Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Louisville hefur játað að hafa falsað leitarheimild sem leiddi til dauða blökkukonunnar Breonna Taylor. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur sakað fyrrverandi rannsóknarlögreglumanninn Kelly Goodlett um að hafa falsað hluta af leitarheimild og síðar búið til, í samráði við annan lögreglumann, falssögu til að hylma yfir atburðarrásina sem leiddi til dauða Taylor. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en Taylor var drepin á heimili sínu þann 13. mars 2020 af lögreglumönnum sem réðust inn á heimili hennar í meintri leit að sönnunargögnum um að heimilismenn seldu fíkniefni. Taylor var þá aðeins 26 ára gömul. Taylor og kærasti hennar voru sofandi í rúmi sínu þegar lögreglumennirnir réðust inn á heimilið og greip kærasti hennar til skammbyssu, sem hann geymdi í náttborðinu sínu, og skaut einn lögreglumannanna þegar þeir réðust inn í svefnherbergið. Lögreglumennirnir hófu þá skothríð sem hæfði Taylor ítrekað. Goodlett, sem er 35 ára gömul, mætti fyrir alríkisdómara í Louisville síðdegis í dag og játaði að hafa falsað leitarheimildina með öðrum lögreglumanni. Þá segir í frétt AP um málið að húnhafi svarað nokkrum spurningum dómarans. Þá segir í fréttinni að Tamika Palmer, móðir Taylor, hafi verið viðstödd í dómsal. Þrír fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrr í mánuðnum fyrir að hafa brotið á glæpsamlegan hátt á borgararéttindum Taylor. Goodlett var ekki ákærð samhliða þeim og telja fjölmiðlar vestanhafs líklegt að Goodlett vilji aðstoða rannsakendur við málið í von um að fá mildari dóm, sem er talið líklegt þar sem húnjátaði sök. Dómur verður kveðinn upp í máli Goodlett 22. nóvember næstkomandi ef áætlanir standast. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00 Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07 Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. 4. ágúst 2022 16:00
Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. 13. mars 2021 22:07
Áfram mótmælt í Louisville Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð. 25. september 2020 07:32