Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Stýrivextir seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð, nú úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þar með hafa vextirnir ekki verið hærri síðan í júní 2016 en á þessum tíma í fyrra stóðu þeir í einu prósenti. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, rökstyður hækkunina meðal annars með því að hagkerfinu gangi í raun mun betur en búist var við. Reiknað er með sex prósenta hagvexti í ár, sem er 1,3 prósentum meira en var gert ráð fyrir í maí. „En það líka þýðir að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga. Við sjáum merki um að þeir verðbólguþættir sem voru í gangi síðasta vetur, eins og hækkun á olíuverði og húsnæðisverði eru mögulega að fara hjaðna en á sama tíma er gríðarlegur vöxtur í hagkerfinu.“ Stjórnvöld taki niður hallann og eyði ekki peningum Seðlabankinn þurfi að grípa í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu,“ segir Ásgeir. „Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld stefni í sömu átt að jafnvægi. „Taki niður hallann á ríkissjóði og séu ekki að eyða peningum.“ Verðbólga mældist 9,9 prósent í júní og nú gerir seðlabankinn ráð fyrir að hún nái hámarki í 11 prósentum undir lok árs. Ljóst er að horfur eru breyttar þar sem við síðustu vaxtaákvörðun í júní sagðist seðlabankastjóri telja ólíklegt að verðbólgan fari upp í tveggja stafa tölu. Nú telur hann nú ólíklegt að verðbólgan fari yfir nýjustu spá. Talið er líklegt að herða þurfi taumhaldið enn frekar en Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði. Mikil ábyrgð hvíli á samningsaðilum í komandi kjaraviðræðum. „Ég held að allir þeir sem telja sig tala fyrir hagsmunum þeirra tekjulægstu ættu að fókusera á það að ná verðbólgu niður. Vegna þess að verðbólgan kemur verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira