Usyk og Fury gætu mæst í bardaga upp á 83 milljarða króna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 16:01 Tyson Fury er til í að taka hanskana af hillunni ef hann fær nægilega vel borgað. Julian Finney/Getty Images Hnefaleikakapparnir Oleksandr Usyk og Tyson Fury gætu mæst í bardaga upp á öll beltin sem í boði eru í þungavigt í hnefaleikum sem og litlar 500 milljónir punda en það samsvarar rúmlega 83 milljörðum íslenskra króna. Anthony Joshua tapaði annað sinn fyrir Usyk á dögunum í uppgjöri tveggja þeirra bestu sem keppa í þungavigt. Joshua var ekki langt frá því að leggja Usyk að velli en tókst ekki ætlunarverk sitt. Það virðist sem landi Joshua, Tyson Fury, gæti reynt slíkt hið sama þrátt fyrir að hafa lagt hanskana á hilluna. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Fury, sem var hér á landi nýverið, er með munninn fyrir neðan nefið og virðist ólmur vilja berjast við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson. Er Fury lagði hanskana á hilluna í apríl síðastliðnum sagði hann að beltin skiptu hann litlu máli og hann ætti nóg af peningum. Hann nefndi þó að hanskarnir gætu komið af hillunni ef einhver gæti pungað út 500 milljónum punda. Sá bardagi þyrfti hins vegar að vera staðfestur fyrir 1. september á þessu ári. Tyson Fury on the Oleksandr Usyk fight: "This fight is purely about money. I'm happily retired, I've got plenty of money. It needs to be the biggest payday in the world. Floyd Mayweather got $400million for Manny Pacquiao. I want $500million for Usyk." [@talkSPORT]— Michael Benson (@MichaelBensonn) August 24, 2022 Það virðist nú vera möguleika ef marka má frétt Sky Sports. Fury þarf hins vegar að staðfesta þátttöku sína við hnefaleikasambandsins WBC fyrir föstudaginn kemur. Hann virðist klár svo lengi sem einhver finni milljónirnar fimm hundruð sem þarf til að fá Fury aftur í hringinn. Box Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Anthony Joshua tapaði annað sinn fyrir Usyk á dögunum í uppgjöri tveggja þeirra bestu sem keppa í þungavigt. Joshua var ekki langt frá því að leggja Usyk að velli en tókst ekki ætlunarverk sitt. Það virðist sem landi Joshua, Tyson Fury, gæti reynt slíkt hið sama þrátt fyrir að hafa lagt hanskana á hilluna. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Fury, sem var hér á landi nýverið, er með munninn fyrir neðan nefið og virðist ólmur vilja berjast við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson. Er Fury lagði hanskana á hilluna í apríl síðastliðnum sagði hann að beltin skiptu hann litlu máli og hann ætti nóg af peningum. Hann nefndi þó að hanskarnir gætu komið af hillunni ef einhver gæti pungað út 500 milljónum punda. Sá bardagi þyrfti hins vegar að vera staðfestur fyrir 1. september á þessu ári. Tyson Fury on the Oleksandr Usyk fight: "This fight is purely about money. I'm happily retired, I've got plenty of money. It needs to be the biggest payday in the world. Floyd Mayweather got $400million for Manny Pacquiao. I want $500million for Usyk." [@talkSPORT]— Michael Benson (@MichaelBensonn) August 24, 2022 Það virðist nú vera möguleika ef marka má frétt Sky Sports. Fury þarf hins vegar að staðfesta þátttöku sína við hnefaleikasambandsins WBC fyrir föstudaginn kemur. Hann virðist klár svo lengi sem einhver finni milljónirnar fimm hundruð sem þarf til að fá Fury aftur í hringinn.
Box Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira