„Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. ágúst 2022 18:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri fóru yfir þá stöðu sem uppi er á fundi í Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/Arnar Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í dag um 75 punkta en þeir hafa ekki verið hærri í sex ár. Þetta er í áttunda sinn í röð sem stýrivextirnir eru hækkaðir, nú úr 4,75% í 5,5%. Verðbólga mældist 9,9% í júní en bankinn gerir ráð fyrir að hún verði 11% síðar á árinu. „Það gengur mun betur í hagkerfinu heldur en við höfðum búist við. Íslandi gengur mun betur en það líka þýðir það að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um ástæður stýrivaxtahækkunarinnar nú. Reiknað er með 6% hagvexti í ár, sem er 1,3% meira en var gert ráð fyrir í maí. Seðlabankinn telur að grípa þurfi í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu. Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Mikilvægt sé að stjórnvöld stefni í sömu átt. „Taki niður hallann á ríkissjóði og vera ekki að eyða peningum.“ Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði en fram undan eru kjaraviðræður. „Verðbólga svona litið til lengri tíma veltur mjög mikið á því hvernig verður samið.“ Langtímakjarasamning líkt og lífskjarasamningurinn sé góð forskrift fyrir komandi kjaraviðræður „Þar sem er horft á allan samninginn í heild sinni. Ekki einhverja sex mánuði í einu. Mögulega það að það verði þá skilningur á því að við verðum að ná niður verðbólgu á fyrri hluta samningsins og það verði þá ábati sem að verði á seinni hluta samningsins. Eins og síðasti samningur var sem er reyndar bara mjög vel heppnaður.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í dag um 75 punkta en þeir hafa ekki verið hærri í sex ár. Þetta er í áttunda sinn í röð sem stýrivextirnir eru hækkaðir, nú úr 4,75% í 5,5%. Verðbólga mældist 9,9% í júní en bankinn gerir ráð fyrir að hún verði 11% síðar á árinu. „Það gengur mun betur í hagkerfinu heldur en við höfðum búist við. Íslandi gengur mun betur en það líka þýðir það að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um ástæður stýrivaxtahækkunarinnar nú. Reiknað er með 6% hagvexti í ár, sem er 1,3% meira en var gert ráð fyrir í maí. Seðlabankinn telur að grípa þurfi í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu. Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Mikilvægt sé að stjórnvöld stefni í sömu átt. „Taki niður hallann á ríkissjóði og vera ekki að eyða peningum.“ Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði en fram undan eru kjaraviðræður. „Verðbólga svona litið til lengri tíma veltur mjög mikið á því hvernig verður samið.“ Langtímakjarasamning líkt og lífskjarasamningurinn sé góð forskrift fyrir komandi kjaraviðræður „Þar sem er horft á allan samninginn í heild sinni. Ekki einhverja sex mánuði í einu. Mögulega það að það verði þá skilningur á því að við verðum að ná niður verðbólgu á fyrri hluta samningsins og það verði þá ábati sem að verði á seinni hluta samningsins. Eins og síðasti samningur var sem er reyndar bara mjög vel heppnaður.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30