„Vel uppaldir drengir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 11:00 Tekið til eftir fagnaðarlæti. Twitter@FCKobenhavn Skemmtileg mynd var birt á samfélagsmiðlum FC Kaupmannahafnar eftir að liðið tryggði sér sæti í riðakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sjá má myndina hér að ofan en þar sjást íslensku landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hjálpa til við að þrífa klefann að loknum fagnaðarlátunum eftir leik. Eftir frábæran 2-1 sigur gegn Tyrklandsmeisturum Trabzonspor í fyrri leik liðanna héldu leikmenn FC Kaupmannahafnar til Tyrklands í leikinn sem gæti komið liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Tyrkirnir byrjuðu töluvert betur og gerðu hvað þeir gátu til að komast yfir en bæði Hákon Arnar og Ísak Bergmann þurftu að bíta í það súra epli að byrja leikinn á bekknum. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Staðan var áfram markalaus í síðari hálfleik, Hákon Arnar kom inn á þegar 79 mínútur voru liðnar og hjálpaði FCK að halda út. Lokatölur 0-0 og Danmerkurmeistararnir komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. There's nothing like that #UCLfeeling, eh @FCKobenhavn? pic.twitter.com/XJOqfYUF4C— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 25, 2022 Eftir leik var eðlilega fagnað ágætlega enda nokkur ár síðan liðið komst alla leið í riðlakeppni í Meistaradeild Evrópu. Að fagnaðarlátunum loknum þurfti hins vegar að taka til í klefanum. Þar hjálpuðu Hákon Arnar og Ísak Bergmann til en birt var mynd af þeim félögum að sjá til þess að klefinn væri sem smekklegastur. „Vel uppaldir drengir,“ segir í færslu FC Kaupmannahafnar á Twitter og eru foreldrar drengjanna tveggja eflaust mjög sammála um það. Well raised boys #fcklive pic.twitter.com/iPziSfAEIv— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Dregið verður í riðla Meistaradeildar Evrópu klukkan 16.00 í dag. Sjá má dráttinn beint á Vísi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. 24. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Eftir frábæran 2-1 sigur gegn Tyrklandsmeisturum Trabzonspor í fyrri leik liðanna héldu leikmenn FC Kaupmannahafnar til Tyrklands í leikinn sem gæti komið liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Tyrkirnir byrjuðu töluvert betur og gerðu hvað þeir gátu til að komast yfir en bæði Hákon Arnar og Ísak Bergmann þurftu að bíta í það súra epli að byrja leikinn á bekknum. Allt kom þó fyrir ekki og staðan markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Staðan var áfram markalaus í síðari hálfleik, Hákon Arnar kom inn á þegar 79 mínútur voru liðnar og hjálpaði FCK að halda út. Lokatölur 0-0 og Danmerkurmeistararnir komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. There's nothing like that #UCLfeeling, eh @FCKobenhavn? pic.twitter.com/XJOqfYUF4C— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) August 25, 2022 Eftir leik var eðlilega fagnað ágætlega enda nokkur ár síðan liðið komst alla leið í riðlakeppni í Meistaradeild Evrópu. Að fagnaðarlátunum loknum þurfti hins vegar að taka til í klefanum. Þar hjálpuðu Hákon Arnar og Ísak Bergmann til en birt var mynd af þeim félögum að sjá til þess að klefinn væri sem smekklegastur. „Vel uppaldir drengir,“ segir í færslu FC Kaupmannahafnar á Twitter og eru foreldrar drengjanna tveggja eflaust mjög sammála um það. Well raised boys #fcklive pic.twitter.com/iPziSfAEIv— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Dregið verður í riðla Meistaradeildar Evrópu klukkan 16.00 í dag. Sjá má dráttinn beint á Vísi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. 24. ágúst 2022 21:15 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Íslendingalið FCK áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagðan 2-1 sigur á tyrkneska liðinu Trabzonspor í umspili um laust sæti í riðlakeppninni. 24. ágúst 2022 21:15