Sá sem neitaði að taka á sig launalækkun til að halda Messi orðinn liðsfélagi Þóris Jóhanns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 12:30 Samuel Umtiti er loks laus úr prísundinni í Katalóníu. Pedro Salado/Getty Images Samuel Umtiti er genginn í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Lecce á láni frá Barcelona. Þessi franski varnarmaður hefur ekki átt sjö dagana sæla í Katalóníu en hann er talinn hafa neitað að lækka laun sín til að Börsungar gætu haldið goðsögninni Lionel Messi hjá félaginu. Hinn 28 ára gamli Umtiti hefur lítið spilað undanfarin misseri og raunar ár vegna meiðsla. Á síðustu leiktíð lék hann aðeins einn leik og tímabilið þar áður kom hann við sögu í aðeins 16 leikjum. Alls hefur hann leikið 917 mínútur á síðustu tveimur leiktíðum. Þá var það ekki að hjálpa honum að er Barcelona leitaði allra ráða til að semja við Lionel Messi upp á nýtt að Umtiti neitaði að lækka laun sín. Ýmsir leikmenn liðsins samþykktu að lækka tímabundið í launum en sá franski hafði lítinn húmor fyrir því. Mögulega var það ekki svo vitlaus ákvörðun eftir allt saman þar sem hollenski miðjmaðurinn Frenkie de Jong stendur nú í stappi við félagið þar sem hann á inni tæplega þrjá milljarða íslenskra króna en Barcelona neitar að greiða honum. Umtiti hefur loks fundið sér nýtt lið en Lecce, lið Þóris Jóhanns Helgasonar, greiðir Barcelona tvær milljónir evra til að fá varnarmanninn á láni út leiktíðina. Nýliðarnir hafa tapað fyrstu tveimu leikjum sínum í Serie A og þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. #Welcome Samuel #Umtitihttps://t.co/bdo6lUoUCw pic.twitter.com/OVqLIJEOgr— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) August 25, 2022 Forráðamenn Lecce vonast til að tíð meiðsli Umtiti séu að baki en frá árunum 2016 til 2022 lék hann aðeins 133 leiki fyrir Barcelona. Á þeim tíma varð hann Spánarmeistari tvívegis og spænskur Konungsbikarmeistari þrívegis. Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce.Gabriele Maltinti/Getty Images Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Umtiti hefur lítið spilað undanfarin misseri og raunar ár vegna meiðsla. Á síðustu leiktíð lék hann aðeins einn leik og tímabilið þar áður kom hann við sögu í aðeins 16 leikjum. Alls hefur hann leikið 917 mínútur á síðustu tveimur leiktíðum. Þá var það ekki að hjálpa honum að er Barcelona leitaði allra ráða til að semja við Lionel Messi upp á nýtt að Umtiti neitaði að lækka laun sín. Ýmsir leikmenn liðsins samþykktu að lækka tímabundið í launum en sá franski hafði lítinn húmor fyrir því. Mögulega var það ekki svo vitlaus ákvörðun eftir allt saman þar sem hollenski miðjmaðurinn Frenkie de Jong stendur nú í stappi við félagið þar sem hann á inni tæplega þrjá milljarða íslenskra króna en Barcelona neitar að greiða honum. Umtiti hefur loks fundið sér nýtt lið en Lecce, lið Þóris Jóhanns Helgasonar, greiðir Barcelona tvær milljónir evra til að fá varnarmanninn á láni út leiktíðina. Nýliðarnir hafa tapað fyrstu tveimu leikjum sínum í Serie A og þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. #Welcome Samuel #Umtitihttps://t.co/bdo6lUoUCw pic.twitter.com/OVqLIJEOgr— U.S. Lecce (@OfficialUSLecce) August 25, 2022 Forráðamenn Lecce vonast til að tíð meiðsli Umtiti séu að baki en frá árunum 2016 til 2022 lék hann aðeins 133 leiki fyrir Barcelona. Á þeim tíma varð hann Spánarmeistari tvívegis og spænskur Konungsbikarmeistari þrívegis. Þórir Jóhann Helgason er leikmaður Lecce.Gabriele Maltinti/Getty Images
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira