Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2022 19:29 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Vísir/Egill Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Kjaradeild Fagfélaganna segir að fólkið, þrír erlendir starfsmenn veitingastaðanna Bambus og Flame, hafi fengið allt of lág laun miðað við unna tíma. Þá hafi fólkið ekki fengið greitt orlof, vaktálag, yfirvinnu eða uppbætur. Tjónið geti hlaupið á milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Eigandi Bambus og Flame segir áskanir um launaþjófnað rangar, og að fólkið, sem bjó í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns, hafi valið að búa þar. Stéttarfélög komi fólki ekki alltaf í húsnæði Verkefnastjóri hjá Alþýðusambandinu segir stöðu starfsfólksins sem um ræðir vera skárri en margra annarra. „Það sem er kannski sérstakt við þetta mál er hversu vel tókst að leysa úr því, hversu föstum tökum stéttarfélagið gat tekið málið. Þau gátu komið þeim í húsnæði og meira að segja aðstoðað þau við að komast í ný störf, sem skiptir auðvitað bara sköpum fyrir þetta fólk, þessa þolendur,“ segir Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna. Hins vegar sé almennt þörf á úrræðum af hálfu félagsþjónustunnar fyrir fórnarlömb launaþjófnaðar og vinnumansals, sem búið hefur í húsnæði á vegum atvinnurekanda síns. „Fólk er að fara í neyðarskýli á vegum borgarinnar og bæjarfélaganna, og konur í kvennaathvarfið. En það vantar alveg klárlega annað húsnæðisúrræði.“ Þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í mánuðinum Nokkuð sé um að fólk finni sig í þeirri stöðu að eiga ekki í nein hús að venda, eftir að hafa tilkynnt um launaþjófnað eða vinnumansal. Slíkum málum sé að fjölga. „Bara sem dæmi get ég sagt frá því að ASÍ hefur bara í þessum mánuði, ágústmánuði, sent þrjár tilkynningar á mansalsteymi lögreglunnar, þar sem er grunur um mansal.“ Þá séu engin eiginleg refsiviðurlög við launaþjófnaði. „Eins og er er það þannig að atvinnurekendur þurfa í versta falli að greiða aftur launin. Með þetta tiltekna mál get ég ekki sagt til um hvernig lögreglan er að skoða það, en það að ekki séu viðurlög við launaþjófnaði almennt er auðvitað gríðarlega slæmt, og eitthvað sem þarf að laga.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06