Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2022 15:07 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar. Sólveig Anna ræddi kreppuna í verkalýðshreyfingunni á Sprengisandi í morgun. „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði. Hvort við trúum því að vinnuaflið sjálft eigi að leiða stefnuna og ASÍ vinni eftir þeirri stefnu en ekki að skipanirnar komi að ofan,“ segir Sólveig Anna í upphafi viðtals síns. Þetta segir hún stóra viðfangsefni verkalýðshreyfingar núna. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er þess vegna sem við höfum alfarið hafnað þessu SALEK módeli, því þar finnst hugmyndafræði um að það sé hægt að ná stöðugleika af því allir ætli að passa saman upp á hófsemdina. Það sem er hins vegar öllum augljóst er að þessu er þröngvað upp á stétt vinnandi fólks á meðan stjórnendur fyrirtækja virða þetta með engum hætti; ójöfnuður eykst og svo framvegis,“ segir Sólveig varðandi nálgun í kjaraviðræðum. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt helstu stéttarfélaga í samstarfi við Samtök atvinnulífs og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Spurt-og-svarad-um-SALEK-GAPDF207KBSækja skjal Vantaði þekkingu í fyrstu hjá ASÍ Hún segir enga viðleitni frá mörgum félögum innan ASÍ að þurfa að endurnýja umboð sitt til að leiða félagið. Með því að þurfa að sigra kosningar, segir Sólveig, fáist kraftur til að knýja fram raunverulegar kjarabætur. „Ég fullyrði að ef hnignun hefði ekki átt sér stað innan vébanda ASÍ værum við ekki á þessum stað.“ Varðandi stéttasamvinnu og núning við fráfarandi forseta og BHM sem dæmi segir Sólveig að bandalagið hafi unnið gegn vinnandi fólki. Í átökunum innan ASÍ segir Sólveig Anna að hún hafi ekki haft nógu mikla þekkingu þegar hún kom þar inn fyrst. „Svo áttaði ég mig á því að hörðustu stéttaátökin voru þarna inni þegar ég mætti mikilli fyrirstöðu frá hálaunahópum sem vildu koma fram með þá kröfu að konurnar með 300 þúsund og kallarnir með 1,2 milljónir ættu að fá það sama í skattalækkanir.“ ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Sjá meira
Sólveig Anna ræddi kreppuna í verkalýðshreyfingunni á Sprengisandi í morgun. „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði. Hvort við trúum því að vinnuaflið sjálft eigi að leiða stefnuna og ASÍ vinni eftir þeirri stefnu en ekki að skipanirnar komi að ofan,“ segir Sólveig Anna í upphafi viðtals síns. Þetta segir hún stóra viðfangsefni verkalýðshreyfingar núna. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er þess vegna sem við höfum alfarið hafnað þessu SALEK módeli, því þar finnst hugmyndafræði um að það sé hægt að ná stöðugleika af því allir ætli að passa saman upp á hófsemdina. Það sem er hins vegar öllum augljóst er að þessu er þröngvað upp á stétt vinnandi fólks á meðan stjórnendur fyrirtækja virða þetta með engum hætti; ójöfnuður eykst og svo framvegis,“ segir Sólveig varðandi nálgun í kjaraviðræðum. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt helstu stéttarfélaga í samstarfi við Samtök atvinnulífs og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Spurt-og-svarad-um-SALEK-GAPDF207KBSækja skjal Vantaði þekkingu í fyrstu hjá ASÍ Hún segir enga viðleitni frá mörgum félögum innan ASÍ að þurfa að endurnýja umboð sitt til að leiða félagið. Með því að þurfa að sigra kosningar, segir Sólveig, fáist kraftur til að knýja fram raunverulegar kjarabætur. „Ég fullyrði að ef hnignun hefði ekki átt sér stað innan vébanda ASÍ værum við ekki á þessum stað.“ Varðandi stéttasamvinnu og núning við fráfarandi forseta og BHM sem dæmi segir Sólveig að bandalagið hafi unnið gegn vinnandi fólki. Í átökunum innan ASÍ segir Sólveig Anna að hún hafi ekki haft nógu mikla þekkingu þegar hún kom þar inn fyrst. „Svo áttaði ég mig á því að hörðustu stéttaátökin voru þarna inni þegar ég mætti mikilli fyrirstöðu frá hálaunahópum sem vildu koma fram með þá kröfu að konurnar með 300 þúsund og kallarnir með 1,2 milljónir ættu að fá það sama í skattalækkanir.“
ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Sjá meira
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14