Balotelli yfirgefur Birki og félaga Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 15:31 Balotelli var öflugur í Tyrklandi á síðustu leiktíð. Elif Ozturk Ozgoncu/Anadolu Agency via Getty Images Mario Balotelli verður ekki áfram liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann er á leið til Sviss. Ferillinn hefur legið töluvert niður á við hjá hinum 32 ára gamla Balotelli sem var álitinn eitt mesta efni heims á sínum tíma. Hann vann þrjá ítalska meistaratitla með Inter fyrir tvítugt og var þá hluti af liði Manchester City sem vann ensku deildina árið 2012. City gafst upp á honum árið 2013, þegar hann var 23 ára, en þá hafði dregið undan frammistöðu hans innan vallar og umdeild atvik utan vallar ollu einnig vandræðum. Aðeins ári fyrr hafði hann verið stór hluti af árangri Ítala sem hlutu silfur á EM 2012. Hann átti eitt og hálft gott ár hjá AC Milan en fann sig aldrei hjá Liverpool sem hann samdi við sumarið 2014, þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í 16 deildarleikjum. Hann hefur flakkað töluvert um síðan og á flestum stöðum staðið sig ágætlega í markaskorun. Hann hefur leikið með AC Milan, Nice og Marseille í Frakklandi, Brescia og Monza á Ítalíu og síðast Adana Demirspor í Tyrklandi hvar hann skoraði 18 deildarmörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð, þar af fimm í síðasta leik tímabilsins. Hann er nú á leið til Sviss hvar hann mun leika með FC Sion. Liðið lenti í sjöunda sæti í svissnesku deildinni í fyrra og vonast eflaust eftir að Balotelli geti hjálpað liðinu að ná betri árangri í ár. Mario Balotelli has decided to join Swiss side FC Sion. Full agreement in place but still not signed he wants Sion as priority. It s over with Adana Demirspor. #transfersBeen told Mario Balotelli will undergo medical tests in the morning with Sion. pic.twitter.com/pYJmzuLtLL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Tyrkneski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Ferillinn hefur legið töluvert niður á við hjá hinum 32 ára gamla Balotelli sem var álitinn eitt mesta efni heims á sínum tíma. Hann vann þrjá ítalska meistaratitla með Inter fyrir tvítugt og var þá hluti af liði Manchester City sem vann ensku deildina árið 2012. City gafst upp á honum árið 2013, þegar hann var 23 ára, en þá hafði dregið undan frammistöðu hans innan vallar og umdeild atvik utan vallar ollu einnig vandræðum. Aðeins ári fyrr hafði hann verið stór hluti af árangri Ítala sem hlutu silfur á EM 2012. Hann átti eitt og hálft gott ár hjá AC Milan en fann sig aldrei hjá Liverpool sem hann samdi við sumarið 2014, þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í 16 deildarleikjum. Hann hefur flakkað töluvert um síðan og á flestum stöðum staðið sig ágætlega í markaskorun. Hann hefur leikið með AC Milan, Nice og Marseille í Frakklandi, Brescia og Monza á Ítalíu og síðast Adana Demirspor í Tyrklandi hvar hann skoraði 18 deildarmörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð, þar af fimm í síðasta leik tímabilsins. Hann er nú á leið til Sviss hvar hann mun leika með FC Sion. Liðið lenti í sjöunda sæti í svissnesku deildinni í fyrra og vonast eflaust eftir að Balotelli geti hjálpað liðinu að ná betri árangri í ár. Mario Balotelli has decided to join Swiss side FC Sion. Full agreement in place but still not signed he wants Sion as priority. It s over with Adana Demirspor. #transfersBeen told Mario Balotelli will undergo medical tests in the morning with Sion. pic.twitter.com/pYJmzuLtLL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022
Tyrkneski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira