Balotelli yfirgefur Birki og félaga Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 15:31 Balotelli var öflugur í Tyrklandi á síðustu leiktíð. Elif Ozturk Ozgoncu/Anadolu Agency via Getty Images Mario Balotelli verður ekki áfram liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann er á leið til Sviss. Ferillinn hefur legið töluvert niður á við hjá hinum 32 ára gamla Balotelli sem var álitinn eitt mesta efni heims á sínum tíma. Hann vann þrjá ítalska meistaratitla með Inter fyrir tvítugt og var þá hluti af liði Manchester City sem vann ensku deildina árið 2012. City gafst upp á honum árið 2013, þegar hann var 23 ára, en þá hafði dregið undan frammistöðu hans innan vallar og umdeild atvik utan vallar ollu einnig vandræðum. Aðeins ári fyrr hafði hann verið stór hluti af árangri Ítala sem hlutu silfur á EM 2012. Hann átti eitt og hálft gott ár hjá AC Milan en fann sig aldrei hjá Liverpool sem hann samdi við sumarið 2014, þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í 16 deildarleikjum. Hann hefur flakkað töluvert um síðan og á flestum stöðum staðið sig ágætlega í markaskorun. Hann hefur leikið með AC Milan, Nice og Marseille í Frakklandi, Brescia og Monza á Ítalíu og síðast Adana Demirspor í Tyrklandi hvar hann skoraði 18 deildarmörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð, þar af fimm í síðasta leik tímabilsins. Hann er nú á leið til Sviss hvar hann mun leika með FC Sion. Liðið lenti í sjöunda sæti í svissnesku deildinni í fyrra og vonast eflaust eftir að Balotelli geti hjálpað liðinu að ná betri árangri í ár. Mario Balotelli has decided to join Swiss side FC Sion. Full agreement in place but still not signed he wants Sion as priority. It s over with Adana Demirspor. #transfersBeen told Mario Balotelli will undergo medical tests in the morning with Sion. pic.twitter.com/pYJmzuLtLL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Ferillinn hefur legið töluvert niður á við hjá hinum 32 ára gamla Balotelli sem var álitinn eitt mesta efni heims á sínum tíma. Hann vann þrjá ítalska meistaratitla með Inter fyrir tvítugt og var þá hluti af liði Manchester City sem vann ensku deildina árið 2012. City gafst upp á honum árið 2013, þegar hann var 23 ára, en þá hafði dregið undan frammistöðu hans innan vallar og umdeild atvik utan vallar ollu einnig vandræðum. Aðeins ári fyrr hafði hann verið stór hluti af árangri Ítala sem hlutu silfur á EM 2012. Hann átti eitt og hálft gott ár hjá AC Milan en fann sig aldrei hjá Liverpool sem hann samdi við sumarið 2014, þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í 16 deildarleikjum. Hann hefur flakkað töluvert um síðan og á flestum stöðum staðið sig ágætlega í markaskorun. Hann hefur leikið með AC Milan, Nice og Marseille í Frakklandi, Brescia og Monza á Ítalíu og síðast Adana Demirspor í Tyrklandi hvar hann skoraði 18 deildarmörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð, þar af fimm í síðasta leik tímabilsins. Hann er nú á leið til Sviss hvar hann mun leika með FC Sion. Liðið lenti í sjöunda sæti í svissnesku deildinni í fyrra og vonast eflaust eftir að Balotelli geti hjálpað liðinu að ná betri árangri í ár. Mario Balotelli has decided to join Swiss side FC Sion. Full agreement in place but still not signed he wants Sion as priority. It s over with Adana Demirspor. #transfersBeen told Mario Balotelli will undergo medical tests in the morning with Sion. pic.twitter.com/pYJmzuLtLL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022
Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira