Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 17:38 Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er kallað eftir umbótum á lagaumhverfi lokaðra geðdeilda. Vísir/vilhelm Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. „Það má kannski segja um þennan málaflokk að þarna er lagaumhverfið mjög ófullkomið, svo ekki sé meira sagt. Bæði kemur þetta niður á sjúklingum og starfsmönnum sem eru þá ekki alltaf vissir um hverjar þeirra heimildir eru.“ Skúli segir allmargar skýrslur liggja fyrir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum. Málefni lokaðra geðdeilda hafa verið á borði umboðsmanns Alþingis frá 2018 og er eitt af forgangsmálum embættisins. „Þetta eru orðnar allnokkrar skýrslur sem hafa fjallað með einum eða öðrum hætti á ítarlegum nótum um málefni nauðungarvistaðra og annarra þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum.“ Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þarna er brýnt að unnið sé að endurbótum og þá hefur umboðsmaður lagt áherslu á það að það sé gert á heildstæðan hátt þannig að ráðuneytin vinni saman að því að skapa heildstæðar lausnir.“ Í ársskýrslu embættisins segir að sjúklingar og hagsmunaaðilar þeirra hafi kallað eftir umbótum á þessu sviði þannig að „beitingu nauðungar sé markaður skýrari rammi og leitast sé við að draga úr henni eftir föngum á lokuðum geðdeildum.“ Vaxandi vitund sé þá meðal heilbrigðisstarfsfólks um nauðsyn þess að um þessi mál þurfi að gilda skýrari reglur. Það hafi jafnvel áhyggjur af því að verða dregið persónulega til ábyrgðar vegna atvika sem upp kunni að koma í slíku lagalegu tómarúmi. Í skýrslunni segir þá að fleira þurfi að lagfæra. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið.“ Þá séu burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum einnig takmarkaðar. Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
„Það má kannski segja um þennan málaflokk að þarna er lagaumhverfið mjög ófullkomið, svo ekki sé meira sagt. Bæði kemur þetta niður á sjúklingum og starfsmönnum sem eru þá ekki alltaf vissir um hverjar þeirra heimildir eru.“ Skúli segir allmargar skýrslur liggja fyrir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum. Málefni lokaðra geðdeilda hafa verið á borði umboðsmanns Alþingis frá 2018 og er eitt af forgangsmálum embættisins. „Þetta eru orðnar allnokkrar skýrslur sem hafa fjallað með einum eða öðrum hætti á ítarlegum nótum um málefni nauðungarvistaðra og annarra þeirra sem dvelja á lokuðum geðdeildum.“ Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.Vísir/Arnar „Þarna er brýnt að unnið sé að endurbótum og þá hefur umboðsmaður lagt áherslu á það að það sé gert á heildstæðan hátt þannig að ráðuneytin vinni saman að því að skapa heildstæðar lausnir.“ Í ársskýrslu embættisins segir að sjúklingar og hagsmunaaðilar þeirra hafi kallað eftir umbótum á þessu sviði þannig að „beitingu nauðungar sé markaður skýrari rammi og leitast sé við að draga úr henni eftir föngum á lokuðum geðdeildum.“ Vaxandi vitund sé þá meðal heilbrigðisstarfsfólks um nauðsyn þess að um þessi mál þurfi að gilda skýrari reglur. Það hafi jafnvel áhyggjur af því að verða dregið persónulega til ábyrgðar vegna atvika sem upp kunni að koma í slíku lagalegu tómarúmi. Í skýrslunni segir þá að fleira þurfi að lagfæra. „Það vakti til dæmis strax athygli umboðsmanns við heimsókn á bráðageðdeild Landspítala, þar sem möguleikar á útiveru eru af skornum skammti, að svo virtist sem gluggar þar hefðu ekki verið þvegnir um langt skeið.“ Þá séu burðir deildarinnar til að sjá sjúklingum fyrir iðju og áhugamálum einnig takmarkaðar.
Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Tengdar fréttir Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Sjá meira
Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57
Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26
Segir óviðunandi aðstæður á geðdeild Landspítala Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur. 7. apríl 2022 23:19