United kynnir Antony til leiks Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 09:31 Antony er orðinn leikmaður Manchester United. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Manchester United hefur tilkynnt um kaup félagsins á Brasilíumanninum Antony frá Ajax í Hollandi. Skiptin hafa legið í loftinu um hríð. Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City. Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City.
Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira