Markviss endurskoðun ökuprófa og ökunáms skilar sér í auknu umferðaröryggi Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 1. september 2022 10:00 Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Samgöngur Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Á liðnum dögum hefur skólahald hafist að nýju eftir sumarleyfi. Því fylgir aukin umferð, gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda og þar á meðal skólabarna sem eru að stíga sín fyrstu skref ein út í umferðinni. Þetta verðum við ökumenn að hafa í huga, en í námskrá til almennra ökuréttinda segir að ökukennsla skuli hafa það að meginmarkmiði að neminn tileinki sér það viðhorf og þá þekkingu og færni sem nauðsynleg er til að hann aki með sem mestu öryggi, með fullri fyrirhyggju og framsýni, með fullu tilliti til öryggis og heilsu annarra og umhverfisins og í samræmi við fyrirmæli umferðarlaga, reglugerða og annarra fyrirmæla sem sett eru um akstur og umferð. Það eru ekki aðeins þau sem eru að hefja skólagöngu sína sem eru að stíga sín fyrstu skref út í umferðinni. Á degi hverjum bætast við nýir og óreyndir ökumenn sem hafa staðist hæfnisviðmið ökuprófs en í hverjum mánuði alla mánuði ársins þreyta um 500 ökunemar verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda. Í námskrá til almennra ökuréttinda segir einnig að reynslutímabil hefjist að loknu ökunámi þar sem reynir á ábyrgð og öryggi ökumanns en talið er að full færni náist ekki fyrr en eftir 5 til 7 ára akstur. Þetta verðum við að hafa í huga, ekki aðeins þeir sem eru að hefja sinn ökuferil heldur við öll sem tökum þátt í umferðinni. Allt frá því að fyrsta ökuprófið var þreytt 15. júní 1915 hefur orðið mikil tækniþróun á ökutækum, umferðarmannvirki hafa tekið stakkaskiptum og fjöldi vegfarenda hefur margfaldast, starfsfumhverfi okkar ökukennara er síbreytilegt. Þetta síbreytilega umhverfi kallar á það að við ökukennarar verðum að fá tækifæri til að þróast í takt við þær breytingar sem verða tengt störfum okkar. Öryggi og velferð vegfarenda er okkur ökukennurum hugleikið og það er okkar hlutverk að sjá til þess að ökunemar nái að tileinka sér öll ofangreind markmið sem nefnd voru í upphafi greinar og standist þau hæfnisviðmið sem gerð eru í ökuprófi. Tilgangur Ökukennarafélags Íslands er m.a. að vinna að bættri umferðarmenningu og allt frá stofnun félagsins fyrir tæpum 80 árum hefur félagið unnið að heilindum að því markmiði, með aðkomu að uppbyggingu á aksturssvæði þar sem ökunemar fá m.a. að upplifa viðbrögð sín við óvæntum aðstæðum og geta gert þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að halda stjórn á bílnum og afstýra slysum. Einnig hefur félagið komið að framleiðslu á kennsluefni ásamt því að miðla upplýsingum til félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mikil þekking og reynsla er meðal félagsmanna Ökukennarafélags Íslands og hana á að nýta þegar unnið er að breytingum er viðkemur ökunámi, ökukennslu eða umferðarmálum almennt. Til að mynda var nokkur umræða um skrifleg ökupróf á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum á vormáðum þessa árs. Meðal þess sem kom fram var að orðalag prófana væri ruglandi og mikið fall. Ökupróf bæði skrifleg ökupróf og verklegurkvarði eiga að vera í reglulegri endurskoðun og að þeirri endurskoðun ætti Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma, en slíkt fyrirkomulag er ekki til staðar þó Ökukennarafélag Íslands hafi bent á að eðlilegt væri að félagið kæmi að slíkri vinnu. Aðkoma fagfélags myndi klárlega leiða til aukinna gæða ökuprófa en ekki síður ökunáms sem síðan skilar sér í öruggari ökumönnum. Það er markmið okkar ökukennara að skila nemendum okkar sem öruggustum út í umferðina og starfandi ökukennarar eru í mestri nánd við nemendur og eru því í góðri aðstöðu til að átta sig á hvað betur má fara í ökunámi og skriflegum- og verklegum ökuprófum. Að lokum, eitt af því mikilvægasta sem við tökum með okkur út í umferðina hvort sem við erum akandi, hjólandi eða gangandi er kurteisi og tillitssemi. Sýnum ungum ökumönnum og öðrum vegfarendum gott fordæmi. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun