Á leið út úr dyrunum þegar kviknaði í spjaldtölvu heimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2022 17:44 Spjaldtölvan er eðli máls samkvæmt gjörónýt. Elva Hrönn Smáradóttir Móðir á Akureyri virðist hafa brugðist hárrétt við aðstæðum þegar eldur kviknaði í spjaldtölvu heimilisins. Litlu hefði mátt muna að afleiðingarnar hefðu orðið alvarlegar. Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan. Tækni Akureyri Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira
Elva Hrönn Smáradóttir, íbúi í Heiðarlundi á Akureyri, var á leið út um dyrnar til að sækja dóttur sína á leikskólann í gær þegar hún heyrði skrýtið hljóð. Þegar hún staldraði við og athugaði málið sá hún reykjarmökk og eldglæringar standa úr spjaldtölvu fjölskyldunnar. „iPad sem tæplega fjögurra ára dóttir mín notaði fyrr um morguninn á meðan hún fékk fléttu í hárið. Þá var hann batteríislaus svo ég stakk honum í samband svo hún sæti mögulega kyrr í þessar tvær mínútur. Slökktum þegar við fórum og ég pældi ekki meira i því,“ segir Elva Hrönn í Facebook-færslu, öðrum til lærdóms. Hún segir stofuna hafa fyllst af reyk á augabragði. Hún hafi gargað á son sinn sem var á efri hæð hússin með vin í heimsókn. Þeir ættu að drífa sig út. „Eftir að hafa snúist hálfan hring um sjálfa mig mundi ég eftir eldvarnateppinu og slökkvitækinu sem voru meðal jólagjafa á síðustu jólum. Náði í teppið, vafði því um reykspúandi spjaldtölvuna og reif hana úr sambandi. Á meðan ég brasaði við teppið fór reykskynjarinn i gang.“ Elva segir atburðarrásina hafa spannað tvær til þrjár mínútur en mikill reykur hafi fyllt rýmið. Hún segist þó ekki hafa þurft að kalla til slökkvilið vegna þess hve fljót hún var að slökkva eldinn. „Þetta fór ótrúlega vel og er í rauninni ekkert tjón nema bara í iPadinum sem gaf þarna upp öndina,“ segir Elva. Aðspurð hvort hún telji að hún muni grípa til einhverra varúðarráðstafana með raftæki í framtíðinni segir Elva, „ég hugsa að maður verði nú aðeins meðvitaðri um það að passa sig að skilja þetta ekki eftir uppi í rúmi eða sófanum eða eitthvað þess háttar. Þetta klárlega vekur mann til umhugsunar og mér var allaveganna mjög brugðið.“ Hún veltir fyrir sér hvernig atburðum hefði lyktað hefði hún lagt tveimur mínútum fyrr af stað að sækja skottuna á leikskólann. „Borðið sem tölvan stóð á, tölvan og teppið eru nú úti á palli. Sófinn angar eins og ég veit ekki hvað, búið er að reykræsta og allir eru heilir.. hvert er ég að fara með þetta?! Jú tékkið á ykkar eldvörnum kids og ekki skilja allar þessar rafmagnssnúrur og dót eftir í sambandi, maður veit aldrei!“ Facebook færslu Elvu má sjá hér að neðan.
Tækni Akureyri Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Sjá meira