Um hægfara hnignun íslenska heilbrigðiskerfisins – hvar liggur ábyrgðin? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 3. september 2022 11:00 Um aldamótin síðustu var Ísland á verðugum stað hinna norrænu þjóða sem það land sem fjárfesti stærstum hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Á sama tíma lauk sameiningarferli stærstu sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins árið 2000 með stofnun Landspítala háskólaskólasjúkrahúss sem átti að verða flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins inn í glæsta framtíð en varð þess í stað upphafið að sorglegu hnignunarskeiði. Í dag vermir Ísland botnsætið í framlögum til heilbrigðismála af vergri þjóðarframleiðslu og hefur gert í rúman áratug. Efnahagshrunið hafði auðvitað sínar afleiðingar, en rangar áherslur í ríkisfjármálum fyrir og eftir hrun, hafa skilið eftir sár sem seint munu gróa. Óraunhæfar sparnaðarkröfur á íslenskar heilbrigðisstofnanir síðustu árin hafa kerfisbundið leitt til fækkunar legurýma og bundið flestar stofnanir fastar í viðjum 100% nýtingar með sjúklinga sem komast varla lönd né strönd í viðeigandi meðferðarúrræði. Í dag ríkir víða neyðarástand í læknamönnun heilbrigðisstofnana um land allt. Hugmyndir um fjölgun læknanema munu ekki leysa vandamálið í bráð. Skortur á sérfræðilæknum er þegar til staðar, það tekur að jafnaði 5-10 ár að fullmennta sérfræðilækna að loknu læknanámi. Yfirvöldum ættu frekar að einbeita sér að betri vinnuaðstæðum og atvinnumöguleikum lækna á Íslandi til að fleiri sjái sér fært að snúa aftur heim að loknum sérnámi. Ábyrgð stjórnmálamanna Mikill skortur á þekkingu, áræðni og framsýni er krónískt vandamál í íslenskum stjórnmálum sem hefur komið sérstaklega illa við heilbrigðiskerfið. Einstaka stjórnmálamenn, með enga þekkingu á málaflokknum, telja sig í nokkur skipti hafa fundið lausn allra vandamála, og byggja sannleikann á upplýsingum innsæislausra embættismanna í ráðuneytunum. Umræddar lausnir eru oftast án samráðs við þá heilbrigðisstarfsmenn sem raunverulega þurfa að framkvæma verkið og taka afleiðingunum. Slíkir stjórnmálamenn falla sjaldan í gleymsku, þar sem þeir skilja alltaf eftir sig sviðna jörð. Úrræðaleysið er slíkt í dag, að í fyrsta skipti sjáum við vísbendingar um tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi þar sem efnameiri einstaklingar geta keypt sig framfyrir röðina á sívaxandi biðlistum. Óviðunandi og heilsuspillandi ástand bygginga Landspítalans er alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna sem drógu alltof lengi skipulagningu og fjármögnun byggingar á nýjum Landspítala, sem á endanum verður alltof lítill þegar hann verður loksins vígður. Áralöng störukeppni fjármála- og heilbrigðisráðherra um fjármögnun Landspítalans þarf að taka enda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur stýrt úthlutun fjármagns til heilbrigðismála gegnum fjármálaráðuneytið í 17 ár af síðustu 22 árum frá sameiningu Landspítalans, þarf að hugsa sinn gang. Gangast þarf í djarfar breytingar á fjármögnun heilbrigðiskerfisins, með aukinni áherslu á afkastahvetjandi greiðslur að leiðarljósi, jafnt innan hins opinbera kerfis sem hins sjálfstætt starfandi. Ábyrgð stjórnenda Stjórnendum heilbrigðisstofnana hefur ekki tekist að tryggja nægjanlegt fé til rekstursins. Sýndarskipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum hafa ítrekað grafið undan starfseminni undanfarin ár. Ljóst er að langvarandi aðhaldsaðgerðir eru farnar að ógna öryggi sjúklinga og starfsmanna. Í gegnum tíðina hefur Landspítalinn í krafti einokunar á atvinnumarkaði, ítrekað stigið hart fram gagnvart starfsfólki. Í slíku andrúmslofti, þorði starfsfólk sjaldan að tjá sig um alvarlega bresti í meðhöndlun sjúklinga. Ábyrgð fjölmiðla Regluleg umfjöllun fjölmiðla um vandamál innan heilbrigðiskerfisins í gegnum tíðina er orðin árviss hefð. Sjaldan er kafað á dýpið, málin krufin til mergjar eða gerð krafa um skýr svör og alvöru aðgerðir. Í alvarlegustu málunum, hverfa stjórnendur tímabundið eða láta ekki ná í sig. Treyst er á að mál falli í gleymsku fram að næstu krísu. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram að hlusta eftir ákalli heilbrigðisstarfsfólks um úrbætur, því dæmin hafa ítrekað sannað að kastljós fjölmiðla er oftast það eina sem fær stjórnmálamenn og embættismenn til að taka við sér. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Lengi ríkti þöggun, fáir þorðu að tjá sig, margir urðu meðvirkir og sættu sig við orðinn hlut, á meðan sumir hættu, örfáir mötuðu krókinn, en flestir brettu upp ermar og unnu hraðar þar til þeir brunnu út. Hvað er til ráða? Nú þarf hugrekki til að fjárfesta og forgangsraða í heilbrigðiskerfinu, við höfum einfaldlega ekki efni á því lengur að draga lappirnar í þessum málaflokki, alltof mikið er í húfi og heilsa þjóðarinnar að veði. Félag sjúkrahúslækna er ávallt tilbúið til að aðstoða og ráðleggja í þeirri forgangsröðun. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu var Ísland á verðugum stað hinna norrænu þjóða sem það land sem fjárfesti stærstum hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Á sama tíma lauk sameiningarferli stærstu sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins árið 2000 með stofnun Landspítala háskólaskólasjúkrahúss sem átti að verða flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins inn í glæsta framtíð en varð þess í stað upphafið að sorglegu hnignunarskeiði. Í dag vermir Ísland botnsætið í framlögum til heilbrigðismála af vergri þjóðarframleiðslu og hefur gert í rúman áratug. Efnahagshrunið hafði auðvitað sínar afleiðingar, en rangar áherslur í ríkisfjármálum fyrir og eftir hrun, hafa skilið eftir sár sem seint munu gróa. Óraunhæfar sparnaðarkröfur á íslenskar heilbrigðisstofnanir síðustu árin hafa kerfisbundið leitt til fækkunar legurýma og bundið flestar stofnanir fastar í viðjum 100% nýtingar með sjúklinga sem komast varla lönd né strönd í viðeigandi meðferðarúrræði. Í dag ríkir víða neyðarástand í læknamönnun heilbrigðisstofnana um land allt. Hugmyndir um fjölgun læknanema munu ekki leysa vandamálið í bráð. Skortur á sérfræðilæknum er þegar til staðar, það tekur að jafnaði 5-10 ár að fullmennta sérfræðilækna að loknu læknanámi. Yfirvöldum ættu frekar að einbeita sér að betri vinnuaðstæðum og atvinnumöguleikum lækna á Íslandi til að fleiri sjái sér fært að snúa aftur heim að loknum sérnámi. Ábyrgð stjórnmálamanna Mikill skortur á þekkingu, áræðni og framsýni er krónískt vandamál í íslenskum stjórnmálum sem hefur komið sérstaklega illa við heilbrigðiskerfið. Einstaka stjórnmálamenn, með enga þekkingu á málaflokknum, telja sig í nokkur skipti hafa fundið lausn allra vandamála, og byggja sannleikann á upplýsingum innsæislausra embættismanna í ráðuneytunum. Umræddar lausnir eru oftast án samráðs við þá heilbrigðisstarfsmenn sem raunverulega þurfa að framkvæma verkið og taka afleiðingunum. Slíkir stjórnmálamenn falla sjaldan í gleymsku, þar sem þeir skilja alltaf eftir sig sviðna jörð. Úrræðaleysið er slíkt í dag, að í fyrsta skipti sjáum við vísbendingar um tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi þar sem efnameiri einstaklingar geta keypt sig framfyrir röðina á sívaxandi biðlistum. Óviðunandi og heilsuspillandi ástand bygginga Landspítalans er alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna sem drógu alltof lengi skipulagningu og fjármögnun byggingar á nýjum Landspítala, sem á endanum verður alltof lítill þegar hann verður loksins vígður. Áralöng störukeppni fjármála- og heilbrigðisráðherra um fjármögnun Landspítalans þarf að taka enda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur stýrt úthlutun fjármagns til heilbrigðismála gegnum fjármálaráðuneytið í 17 ár af síðustu 22 árum frá sameiningu Landspítalans, þarf að hugsa sinn gang. Gangast þarf í djarfar breytingar á fjármögnun heilbrigðiskerfisins, með aukinni áherslu á afkastahvetjandi greiðslur að leiðarljósi, jafnt innan hins opinbera kerfis sem hins sjálfstætt starfandi. Ábyrgð stjórnenda Stjórnendum heilbrigðisstofnana hefur ekki tekist að tryggja nægjanlegt fé til rekstursins. Sýndarskipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum hafa ítrekað grafið undan starfseminni undanfarin ár. Ljóst er að langvarandi aðhaldsaðgerðir eru farnar að ógna öryggi sjúklinga og starfsmanna. Í gegnum tíðina hefur Landspítalinn í krafti einokunar á atvinnumarkaði, ítrekað stigið hart fram gagnvart starfsfólki. Í slíku andrúmslofti, þorði starfsfólk sjaldan að tjá sig um alvarlega bresti í meðhöndlun sjúklinga. Ábyrgð fjölmiðla Regluleg umfjöllun fjölmiðla um vandamál innan heilbrigðiskerfisins í gegnum tíðina er orðin árviss hefð. Sjaldan er kafað á dýpið, málin krufin til mergjar eða gerð krafa um skýr svör og alvöru aðgerðir. Í alvarlegustu málunum, hverfa stjórnendur tímabundið eða láta ekki ná í sig. Treyst er á að mál falli í gleymsku fram að næstu krísu. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram að hlusta eftir ákalli heilbrigðisstarfsfólks um úrbætur, því dæmin hafa ítrekað sannað að kastljós fjölmiðla er oftast það eina sem fær stjórnmálamenn og embættismenn til að taka við sér. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Lengi ríkti þöggun, fáir þorðu að tjá sig, margir urðu meðvirkir og sættu sig við orðinn hlut, á meðan sumir hættu, örfáir mötuðu krókinn, en flestir brettu upp ermar og unnu hraðar þar til þeir brunnu út. Hvað er til ráða? Nú þarf hugrekki til að fjárfesta og forgangsraða í heilbrigðiskerfinu, við höfum einfaldlega ekki efni á því lengur að draga lappirnar í þessum málaflokki, alltof mikið er í húfi og heilsa þjóðarinnar að veði. Félag sjúkrahúslækna er ávallt tilbúið til að aðstoða og ráðleggja í þeirri forgangsröðun. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun