Rekinn af velli fyrir að skvetta úr skinnsokknum í limgerði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 07:00 Connor Maseko, markvörður Blackfield & Langley FC fékk skrautlegt rautt spjald á dögunum. Twitter@Mallet_AFC Vægast sagt stórundarlegt atvik átti sér stað í forkeppni FA bikarkeppninnar á Englandi. Connor Maseko, markvörður Blackfield & Langley, fékk nefnilega rautt spjald fyrir að létta af sér, pissa, utan í limgerði fyrir utan völlinn er boltinn hafði farið aftur fyrir. Á hverju ári verða til nýjar sögur í tengslum við FA bikarkeppnina. Oftast er um að ræða sögur í anda Öskubusku eða Davíðs og Golíats þar sem lítilmagninn nær eftirtektarverðum árangri. Inn á milli koma svo sögur af markvörðum sem borða bökur á bekknum eða láta reka sig út af fyrir að þurfa skvetta af sér hlandi í miðjum leik. Það síðara á við hér en um liðna helgi gerðu Blackfield & Langley markalaust jafntefli gegn Shepton Mallet. Fyrrnefnda liðið leikur í 9. efstu deild og eflaust rýmri reglur þar er leikur fer fram en þegar um er að ræða þá elstu og virtustu, FA bikarkeppnina. Eftir að boltinn fór aftur fyrir og Connor Maseko fór að sækja hann til að taka markspyrnu þá ákvað markvörðurinn að nýta tækifærið og létta aðeins á sér. Hann fór því upp að limgerði sem var við völlinn og pissaði þar. Leikmenn Shepton Mallet tóku eftir þessu og bentu dómaranum á hvað væri að eiga sér stað. Téður dómari rak Maseko í kjölfarið út af, leikmönnum og þjálfarateymi Blackfield til mikillar undrunar. 76| Blackfield keeper is sent off for urinating in the hedge! Never seen it before. 0-0. #towncalledmallet— Shepton Mallet AFC (@Mallet_AFC) September 3, 2022 „Hann passaði sig að það sæist ekkert, hann var inn í limgerðinu. Þegar náttúran kallar þá þarf maður stundum bara að fara. Mér dauðbrá, okkur var öllum brugðið yfir ákvörðun dómarans,“ sagði Conor McCarthy, annar af þjálfurum Blackfield, í viðtali við The Guardian að leik loknum. Þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli þurfa liðin að mætast aftur og má reikna með að allir leikmenn Blackfield verði látnir fara á klósettið áður en leikurinn verður flautaður á. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira
Á hverju ári verða til nýjar sögur í tengslum við FA bikarkeppnina. Oftast er um að ræða sögur í anda Öskubusku eða Davíðs og Golíats þar sem lítilmagninn nær eftirtektarverðum árangri. Inn á milli koma svo sögur af markvörðum sem borða bökur á bekknum eða láta reka sig út af fyrir að þurfa skvetta af sér hlandi í miðjum leik. Það síðara á við hér en um liðna helgi gerðu Blackfield & Langley markalaust jafntefli gegn Shepton Mallet. Fyrrnefnda liðið leikur í 9. efstu deild og eflaust rýmri reglur þar er leikur fer fram en þegar um er að ræða þá elstu og virtustu, FA bikarkeppnina. Eftir að boltinn fór aftur fyrir og Connor Maseko fór að sækja hann til að taka markspyrnu þá ákvað markvörðurinn að nýta tækifærið og létta aðeins á sér. Hann fór því upp að limgerði sem var við völlinn og pissaði þar. Leikmenn Shepton Mallet tóku eftir þessu og bentu dómaranum á hvað væri að eiga sér stað. Téður dómari rak Maseko í kjölfarið út af, leikmönnum og þjálfarateymi Blackfield til mikillar undrunar. 76| Blackfield keeper is sent off for urinating in the hedge! Never seen it before. 0-0. #towncalledmallet— Shepton Mallet AFC (@Mallet_AFC) September 3, 2022 „Hann passaði sig að það sæist ekkert, hann var inn í limgerðinu. Þegar náttúran kallar þá þarf maður stundum bara að fara. Mér dauðbrá, okkur var öllum brugðið yfir ákvörðun dómarans,“ sagði Conor McCarthy, annar af þjálfurum Blackfield, í viðtali við The Guardian að leik loknum. Þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli þurfa liðin að mætast aftur og má reikna með að allir leikmenn Blackfield verði látnir fara á klósettið áður en leikurinn verður flautaður á.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Sjá meira