Engin tilboð bárust í Vífilsstaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 13:42 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í. „Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan. Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan.
Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira