Mbl.is hefur eftir Hildi að til hafi staðið lengi að færa sig um set en að hún hafi ákveðið að flýta tilfærslunni vegna kjörs Jóns Skaftasonar, eiginmanns hennar, í stjórn Sýnar. Jón fer fyrir Gavia Invest sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn og kom einn nýr inn í stjórn félagsins á hluthafafundi á dögunum.
Hildur segir í samtali að hún hafi sagt sig úr stjórn OR strax og Jón var kjörinn í stjórn Sýnar til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra.
Orkuveita Reykjavíkur á fjarskiptafyrirtækið Ljósleiðarann sem hefur verið í samkeppni við Sýn. Í gær var hins vegar greint frá því að Ljósleiðarinn hefði samið um kaup á stofnneti Sýnar fyrir þrjá milljarða króna. Einnig var gerður þjónustusamningur milli aðili til tíu ára.
Kjartan Magnússson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur sæti Hildar í stjórn Orkuveitunnar.
Vísir er í eigu Sýnar.