Tæplega sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 7. september 2022 06:52 Hátt í sex hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi í borginni. Vísir/Vilhelm Tæplega sex hundruð börn, tólf mánaða og eldri, voru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Reykjavíkurborg í lok ágústmánaðar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun, en á fundi borgarstjórnar í gær sagði Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, að enn væru rúmlega tvö hundruð leikskólapláss laus hjá borginni og að unnið væri að því að bjóða foreldrum plássin. Í ræðu sagði Skúli Helgason, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um uppbyggingu leikskóla í borginni, að borgin hefði byrjað að bjóða fimmtán til sextán mánaða börnum leikskólapláss. Hann sagði þó að umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu hvort að rétt væri að lengja fæðingarorlof upp í átján eða jafnvel 24 mánuði og þá þyrftu allir þeir aðilar sem að málinu koma að vinna að því að fjölga fagfólki á leikskólum. Undanfarnar vikur hafa foreldrar ungra barna mótmælt bið eftir leikskólaplássi í borginni harðlega og segja loforð borgarinar um að öll börn fengju pláss við tólf mánaða aldur hafi verið brotin. Borgin brást við athugasemdum foreldra með því að grípa til bráðaaðgerða í leikskólamálum, meðal annars að opna fyrr Ævintýraborg við Nauthólsveg. Ljóst er þó að vandann má að miklu leiti rekja til starfsmannaskorts en samkvæmt nýjustu tölum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar á eftir að ráða í 122 stöðugildi á leikskólum borgarinnar. Mönnun hafi þó ekki áhrif á inntöku nema 45 barna. Foreldrar mótmæltu ástandinu síðast í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nokkuð færri mótmælendur mættu í gær en á álíka mótmæli undanfarnar vikur. Foreldrar sögðust í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki vera að missa móðinn.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12 Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16 Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Foreldrar ekki að missa móðinn Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn. 6. september 2022 22:12
Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra. 31. ágúst 2022 13:16
Segja stjórnendur Bakka hafa fælt foreldra frá í mörg ár Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun. 31. ágúst 2022 07:00