Segir umdeilda tillögu Ásmundar aðför að leikskólastjórnendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2022 09:45 Leikskólastjóri segir boðaða reglugerðarbreytingu menntamálaráðherra um fjölda barna á leikskólum aðför að leikskólastjórnendum. Hún óttast að sveitarfélögin muni með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna, þvert á réttindi barnanna. Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“ Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“
Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira