Lífinu snúið á hvolf við krabbameinsgreiningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. september 2022 13:36 Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, og Eliza Reid forsetafrú sem er verndari herferðarinnar. Aðsend Þau sem greinast með krabbamein sjá lífið í nýju ljósi og þurfa að fóta sig í nýjum veruleika. Þetta segir Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda en Ljósið hefur ýtt úr vör nýrri Ljósavinaherferð til að styðja við starfið. Herferðin nefnist „Lífið í nýju ljósi“ og vísar til þess að veruleika fólks er snúið á hvolf þegar það greinist með krabbamein. „Við erum svona að höfða til hversdagslegu hlutanna sem margir sakna af því að það má segja að þegar einstaklingar greinast þá sjá þeir lífið í nýju ljósi.“ Markmiðið er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum, svokölluðum Ljósavinum, því aðsókn í þjónustu hjá Ljósinu hefur stóraukist á undanliðnum árum. „Bæði hjá þeim sem greinast og svo veitum viðeinnig stuðning fyrir alla aðstandendur þannig að við erum að sinna allri fjölskyldunni líka og núna erum við með um 600 manns í þjónustu í hverjum mánuði og það er 24% aukning bara á milli áranna 2020 og2021. Það er virkilega farið að þrengja að okkur í húsnæðinu okkar og við erum að höfða til þess að fólk gerist ljósavinir bæði svo við getum haldið starfseminni áfram en svo við getum farið að byggja grunn að því að fá nýtt og stærra húsnæði.“ Erna Magnúsdóttir er forstöðukona Ljóssins.Aðsend Erna segir að það sé ótalmargt sem breytist í lífi fólks við krabbameinsgreiningu. „Fólk getur dottið út af vinnumarkaði, það missir hlutverkin sín, það þarf að fara í alls konar meðferðir og aðgerðir, missir orku og þrek og þá er svo nauðsynlegt að eiga svona stað eins og Ljósið endurhæfingarmiðstöð til að geta komið og byggt sig upp andlega, líkamlega og félagslega.“ Þá sé nauðsynlegt að aðstandendur fái líkastuðning og ráðgjöf. „Þau eru oft í lausu lofti og vita ekki hvernig þau geta stutt við þennan nýgreinda einstakling af því lífinu er snúið á hvolf. Þá erum við bæði með viðtöl og námskeið fyrir aðstandendur á öllum aldri til þess að þau geti fótað sig í þessu nýja hlutverki; hvað má hjálpa mikið? Er ég að gera vitlaust? Hvað má ég segja við viðkomandi? Hvað segi ég við börnin þegar foreldri greinist? hvað má segja mikið og hvað ekki? Það er algjörlega nauðsynlegt að öll fjölskyldan fái stuðning.“ Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir „Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið“ „Það byrjaði nú eiginlega ekki sem markmið að setja heimsmet en ég var kominn í smá yfirþyngd og ákveð að fara hlaupa meira og notaði Reykjavíkurmaraþon sem markmið. Fyrst og fremst var ég bara að fara klára,“ segir Kim de Roy sem setti heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014. 18. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Herferðin nefnist „Lífið í nýju ljósi“ og vísar til þess að veruleika fólks er snúið á hvolf þegar það greinist með krabbamein. „Við erum svona að höfða til hversdagslegu hlutanna sem margir sakna af því að það má segja að þegar einstaklingar greinast þá sjá þeir lífið í nýju ljósi.“ Markmiðið er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum, svokölluðum Ljósavinum, því aðsókn í þjónustu hjá Ljósinu hefur stóraukist á undanliðnum árum. „Bæði hjá þeim sem greinast og svo veitum viðeinnig stuðning fyrir alla aðstandendur þannig að við erum að sinna allri fjölskyldunni líka og núna erum við með um 600 manns í þjónustu í hverjum mánuði og það er 24% aukning bara á milli áranna 2020 og2021. Það er virkilega farið að þrengja að okkur í húsnæðinu okkar og við erum að höfða til þess að fólk gerist ljósavinir bæði svo við getum haldið starfseminni áfram en svo við getum farið að byggja grunn að því að fá nýtt og stærra húsnæði.“ Erna Magnúsdóttir er forstöðukona Ljóssins.Aðsend Erna segir að það sé ótalmargt sem breytist í lífi fólks við krabbameinsgreiningu. „Fólk getur dottið út af vinnumarkaði, það missir hlutverkin sín, það þarf að fara í alls konar meðferðir og aðgerðir, missir orku og þrek og þá er svo nauðsynlegt að eiga svona stað eins og Ljósið endurhæfingarmiðstöð til að geta komið og byggt sig upp andlega, líkamlega og félagslega.“ Þá sé nauðsynlegt að aðstandendur fái líkastuðning og ráðgjöf. „Þau eru oft í lausu lofti og vita ekki hvernig þau geta stutt við þennan nýgreinda einstakling af því lífinu er snúið á hvolf. Þá erum við bæði með viðtöl og námskeið fyrir aðstandendur á öllum aldri til þess að þau geti fótað sig í þessu nýja hlutverki; hvað má hjálpa mikið? Er ég að gera vitlaust? Hvað má ég segja við viðkomandi? Hvað segi ég við börnin þegar foreldri greinist? hvað má segja mikið og hvað ekki? Það er algjörlega nauðsynlegt að öll fjölskyldan fái stuðning.“
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir „Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið“ „Það byrjaði nú eiginlega ekki sem markmið að setja heimsmet en ég var kominn í smá yfirþyngd og ákveð að fara hlaupa meira og notaði Reykjavíkurmaraþon sem markmið. Fyrst og fremst var ég bara að fara klára,“ segir Kim de Roy sem setti heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014. 18. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið“ „Það byrjaði nú eiginlega ekki sem markmið að setja heimsmet en ég var kominn í smá yfirþyngd og ákveð að fara hlaupa meira og notaði Reykjavíkurmaraþon sem markmið. Fyrst og fremst var ég bara að fara klára,“ segir Kim de Roy sem setti heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014. 18. ágúst 2022 09:00