Hefur fengið fleiri gul en hann hefur skorað af mörkum síðan hann yfirgaf England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 13:31 Diego Costa er í þann mund að vera tilkynntur sem nýjasti leikmaður Wolves. DeFodi Images/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers hefur samið við Diego Costa um að leika með liðinu út leiktíðina. Það vekur sérstaka athygli þar sem framherjinn geðþekki hefur nælt í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum síðan hann fór frá Chelsea árið 2017. Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira