„Þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 09:00 Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi. Myndin er samsett. Vísir Kona sem flúði Bosníustríðið ásamt fjölskyldu sinni til Íslands fyrir tuttugu og sex árum sér nú um að taka á móti mesta straumi flóttafólks til Reykjavíkur frá upphafi. Hún segir flóttafólk afar ánægt með að geta hitt Íslendinga á félagsmiðstöðvum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur aldrei í sögunni veitt eins mörgu flóttafólki þjónustu og í ár eða ríflega þúsund manns. Til samanburðar veitti velferðarsviðið borgarinnar um hundrað og þrjátíu manns þjónustu 2018. Stór hluti fólks sem hefur komið hingað undanfarið er frá Úkraínu en einnig frá Venezúela. Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið að útvega fólki húsnæði og vinnu í borginni. „Það eru mörg fyrirtæki að bjóða fólki vinnu þannig að það hefur gengið vonum framar,“ segir Jasmina. Jasmina sem flúði hingað sem barn ásamt fjölskyldu sinni vegna Bosníustríðsins segir afar mikilvægt að taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast sem fyrst. „Við þurfum að taka mjög vel á móti fólki, vera opin, reyna að spjalla, reyna að fá þau til að vera hluti af samfélaginu, þetta er bara venjulegt fólk eins og hver annar. Þau eru í viðkvæmri stöðu vegna þess að þau misstu allt, þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það,“ segir Jasmina. Jasmina segir að starfsfólk velferðarsviðs hafi fundið upp á ýmsum nýjungum til að taka sem best á móti flóttafólki til að mynda hafi félagsmiðstöðin Vitatorg boðið fólk í þessari stöðu velkomið en þar hefur um árabil verið rekið ýmiskonar félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri. „Undanfarið þá höfum við verið svona að leggja meiri áherslu á einmitt að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið til okkar og höfum núna verið í samstarfi við Rauða krossinn. Þar sem að starfsmenn og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa verið að koma inn í starfið hjá okkur og halda viðburði og vera með dagskrá þar sem er svona sérstaklega verið að reyna að höfða til þessa hóps,“ segir Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi. Reykjavík Innflytjendamál Úkraína Venesúela Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur aldrei í sögunni veitt eins mörgu flóttafólki þjónustu og í ár eða ríflega þúsund manns. Til samanburðar veitti velferðarsviðið borgarinnar um hundrað og þrjátíu manns þjónustu 2018. Stór hluti fólks sem hefur komið hingað undanfarið er frá Úkraínu en einnig frá Venezúela. Jasmina Vajzovic Crnac, leiðtogi alþjóðateymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að vel hafi gengið að útvega fólki húsnæði og vinnu í borginni. „Það eru mörg fyrirtæki að bjóða fólki vinnu þannig að það hefur gengið vonum framar,“ segir Jasmina. Jasmina sem flúði hingað sem barn ásamt fjölskyldu sinni vegna Bosníustríðsins segir afar mikilvægt að taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast sem fyrst. „Við þurfum að taka mjög vel á móti fólki, vera opin, reyna að spjalla, reyna að fá þau til að vera hluti af samfélaginu, þetta er bara venjulegt fólk eins og hver annar. Þau eru í viðkvæmri stöðu vegna þess að þau misstu allt, þau völdu ekki að vera á flótta en þau þurfa að gera það,“ segir Jasmina. Jasmina segir að starfsfólk velferðarsviðs hafi fundið upp á ýmsum nýjungum til að taka sem best á móti flóttafólki til að mynda hafi félagsmiðstöðin Vitatorg boðið fólk í þessari stöðu velkomið en þar hefur um árabil verið rekið ýmiskonar félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri. „Undanfarið þá höfum við verið svona að leggja meiri áherslu á einmitt að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið til okkar og höfum núna verið í samstarfi við Rauða krossinn. Þar sem að starfsmenn og sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum hafa verið að koma inn í starfið hjá okkur og halda viðburði og vera með dagskrá þar sem er svona sérstaklega verið að reyna að höfða til þessa hóps,“ segir Drífa Baldvinsdóttir, verkefnastjóri samfélagshússins á Vitatorgi.
Reykjavík Innflytjendamál Úkraína Venesúela Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda