Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2022 10:01 Til marks um blóðtökuna sem KA/Þór hefur orðið fyrir er helmingur leikmannanna á myndinni farinn frá félaginu. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins.
2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með
Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00