Man Utd vildi ekki Potter þar sem hann hafði ekki þjálfað í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 17:45 Graham Potter [lengst til hægri] er nú þjálfari Chelsea en var á blaði hjá Man United tvívegis áður en félagið ákvað að það væri betur sett með aðra menn í brúnni. Shaun Botterill/Getty Images Graham Potter er nýr þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hann hefði getað fengið tækifæri til að stýra öðru toppfélagi á Englandi en tvívegis kom nafn hans upp er Manchester United var að leita að nýjum þjálfara. Skortur á reynslu í Meistaradeild Evrópu stöðvaði hins vegar Man United í að fara lengra með áhuga sinn. Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira