Vill sýna að KR sé að gera mistök Atli Arason skrifar 10. september 2022 13:31 Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) ásamt Arnari Páli Garðarsyni(t.h.) Hulda Margrét Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR. „Ég fékk tilkynningu um að breytingar yrðu í meistaraflokki, að ég yrði ekki áfram,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-6 tapið gegn Val í gær. KR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 14 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti. Öll sjö stig KR hafa komið eftir að Arnar tók við liðinu þann 22. maí, eftir 5. umferð deildarinnar. Arnar var áður aðstoðamaður Jóhannesar Karls Sigursteinsonar, sem sagði upp störfum. „Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu, sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum, en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig,“ bætti Arnar við. Arnar starfar líka sem þjálfari í yngri flokkum en gat ekki séð sér fært um að halda því starfi áfram eftir uppsögnina hjá meistaraflokk kvenna. Hann viðurkennir að erfiðara sé að gíra sig upp í leiki og æfingar eftir að honum var tilkynnt um starfslok sín hjá félaginu. „Fyrstu dagana eftir að ég fékk þetta tilkynnt þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að þeir séu að gera mistök með þessu,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR. KR Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55 Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11 Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
„Ég fékk tilkynningu um að breytingar yrðu í meistaraflokki, að ég yrði ekki áfram,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-6 tapið gegn Val í gær. KR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 14 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti. Öll sjö stig KR hafa komið eftir að Arnar tók við liðinu þann 22. maí, eftir 5. umferð deildarinnar. Arnar var áður aðstoðamaður Jóhannesar Karls Sigursteinsonar, sem sagði upp störfum. „Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu, sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum, en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig,“ bætti Arnar við. Arnar starfar líka sem þjálfari í yngri flokkum en gat ekki séð sér fært um að halda því starfi áfram eftir uppsögnina hjá meistaraflokk kvenna. Hann viðurkennir að erfiðara sé að gíra sig upp í leiki og æfingar eftir að honum var tilkynnt um starfslok sín hjá félaginu. „Fyrstu dagana eftir að ég fékk þetta tilkynnt þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að þeir séu að gera mistök með þessu,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR.
KR Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55 Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11 Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55
Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11
Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00