Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa á Flugvöllum í Hafnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2022 20:40 Hópur starfsmanna úr ýmsum deildum Icelandair tók fyrstu skóflustungurnar. Egill Aðalsteinsson Fyrsta skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði var tekin síðdegis. Forstjórinn vonast til að skoðað verði hvort gömlu skrifstofurnar á Reykjavíkurflugvelli geti hentað sem flugstöð. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá farþegaþotu Icelandair fljúga lágt yfir Vallahverfi í Hafnarfirði í sömu mund og forstjóri félagsins bauð gesti velkomna. Hann sagði svo fyrstu rafmagnsflugvél Íslendinga, sem birtist skömmu síðar, vera framtíðina. Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli á Völlunum í Hafnarfirði. Fyrir miðri mynd má sjá hóp fólks saman kominn til að fagna fyrstu skóflustungunni.Egill Aðalsteinsson „En aftur að framtíðinni og húsnæðismálunum. Hér ætlum við að byggja eftirsóttasta og besta vinnustað landsins. Það er okkar markmið,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi afhenti svo umsjónarmanni fasteigna félagsins, Jóhanni Úlfarssyni, skóflu sem starfsmenn í viðhaldsskýli Icelandair smíðuðu úr hlutum úr 757 þotu en skófluspaðinn, úr títan-málmi, er úr hreyfilblaði vélarinnar. Tók Jóhann fyrstu skóflustunguna ásamt hópi starfsmanna úr hinum ýmsu deildum. Nýju höfuðstöðvarnar rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli og verða í fimm þúsund fermetra viðbyggingu, sem áætlað er að verði tilbúin í árslok 2024. Útlitsmynd af nýjum höfuðstöðvum Icelandair.Icelandair Um leið flytur þetta langstærsta samgöngufyrirtæki landsins úr Reykjavík og úr gömlu Loftleiðabyggingunni, sem upphaflega átti að verða flugstöð. En gæti forstjóri Icelandair séð fyrir sér að gömlu höfuðstöðvarnar verði flugstöð? „Ég veit það nú ekki. En ég held að það liggi alveg fyrir, og allir eru sammála því, að það þarf að endurbæta flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli, hvernig sem það verður gert. Hún er alls ekki boðleg, hvorki fyrir starfsfólk né farþega, eins og hún er í dag.“ Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli var upphaflega ætlað að vera flugstöð.Vísir -En væri þetta ekki úrvalshús að leggja undir flugstöð? „Hugsanlega er þetta bara fínt hús og gæti hentað vel og það verða fasteignaeigendur og aðrir að skoða núna í framhaldinu. Vonandi horfa þeir á þann möguleika,“ svarar Bogi Nils. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um smíði Loftleiðabyggingarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum: Icelandair Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. 30. desember 2020 20:27 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá farþegaþotu Icelandair fljúga lágt yfir Vallahverfi í Hafnarfirði í sömu mund og forstjóri félagsins bauð gesti velkomna. Hann sagði svo fyrstu rafmagnsflugvél Íslendinga, sem birtist skömmu síðar, vera framtíðina. Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli á Völlunum í Hafnarfirði. Fyrir miðri mynd má sjá hóp fólks saman kominn til að fagna fyrstu skóflustungunni.Egill Aðalsteinsson „En aftur að framtíðinni og húsnæðismálunum. Hér ætlum við að byggja eftirsóttasta og besta vinnustað landsins. Það er okkar markmið,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi afhenti svo umsjónarmanni fasteigna félagsins, Jóhanni Úlfarssyni, skóflu sem starfsmenn í viðhaldsskýli Icelandair smíðuðu úr hlutum úr 757 þotu en skófluspaðinn, úr títan-málmi, er úr hreyfilblaði vélarinnar. Tók Jóhann fyrstu skóflustunguna ásamt hópi starfsmanna úr hinum ýmsu deildum. Nýju höfuðstöðvarnar rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli og verða í fimm þúsund fermetra viðbyggingu, sem áætlað er að verði tilbúin í árslok 2024. Útlitsmynd af nýjum höfuðstöðvum Icelandair.Icelandair Um leið flytur þetta langstærsta samgöngufyrirtæki landsins úr Reykjavík og úr gömlu Loftleiðabyggingunni, sem upphaflega átti að verða flugstöð. En gæti forstjóri Icelandair séð fyrir sér að gömlu höfuðstöðvarnar verði flugstöð? „Ég veit það nú ekki. En ég held að það liggi alveg fyrir, og allir eru sammála því, að það þarf að endurbæta flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli, hvernig sem það verður gert. Hún er alls ekki boðleg, hvorki fyrir starfsfólk né farþega, eins og hún er í dag.“ Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli var upphaflega ætlað að vera flugstöð.Vísir -En væri þetta ekki úrvalshús að leggja undir flugstöð? „Hugsanlega er þetta bara fínt hús og gæti hentað vel og það verða fasteignaeigendur og aðrir að skoða núna í framhaldinu. Vonandi horfa þeir á þann möguleika,“ svarar Bogi Nils. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um smíði Loftleiðabyggingarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum:
Icelandair Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. 30. desember 2020 20:27 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. 30. desember 2020 20:27
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15