Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Halldór Oddsson skrifar 14. september 2022 07:01 Vegna umræðu um meint áhrifaleysi Alþýðusambands Íslands gagnvart stjórnvöldum vil ég segja þetta: Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðreyndin er sú að skýr og vönduð sýn innan hreyfingarinnar er talsvert líklegri til að ná máli en sundurleitni og gífuryrði. Ég tala nú ekki um ef samstaðan er slík að ætla má að hreyfingin sé reiðubúin að beita vopnum sínum til að ná fram kjara- og réttarbótum fyrir íslenskt launafólk. Helstu ástæður fyrir meintu áhrifaleysi ASÍ við að ná sínu fram gagnvart stjórnvöldum tel ég að eigi fyrst og fremst að skrifast á samstöðuleysi og skort á vilja forsvarsmanna aðildarfélaga til að sameina rödd hreyfingarinnar í sterk og skýr skilaboð. Eðli málsins samkvæmt verður allt forsvarsfólk aðildarfélaga ASÍ að axla ábyrgð á því að raðirnar séu þéttar og áherslurnar skýrar. Með þessum orðum er það ekki ætlun mín að beina spjótum að ákveðnu forsvarsfólki umfram annað í þeim efnum. ASÍ er, þegar allt kemur til alls, verkfæri stéttarfélaganna. Það er ábyrgð þeirra að beita því vel eða illa. Veruleiki þar sem margar lágróma raddir tala út og suður þýðir að stjórnvöld þurfa aðeins að hlusta á enduróm eigin orða þegar ákvarðanir sem varða lífsviðurværi alþýðu landsins eru teknar. Þegar okkur hefur tekist að sameina raddir okkar og áherslur gagnvart stjórnvöldum höfum við náð mikilsverðum árangri og nefni ég nokkur nýleg dæmi: -Almenna íbúðakerfið (Bjarg-íbúðafélag) – 2016 -Keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum – 2016 -Keðjuábyrgð (þjónustuveitendur frá EES / Starfsmannaleigur) – 2018 -Leiðrétting/hækkun greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa – 2018 -Ný almenn lög um jafna meðferð á vinnumarkaði – 2018 -Endurskoðuð þrep í tekjuskattskerfi – 2019 -Tengsl vinnu og leigu í húsaleigulögum rofin – 2019 -Lengra og betra fæðingarorlof – 2020 -Hækkun lífeyrissjóðsiðgjalds lögbundin – 2022 En betur má ef duga skal, og já, vissulega er stundum erfitt að finna samhljóminn í svo stórri hreyfingu. Á sama tíma og ég tek fegins hendi og fagna allri umræðu um gagnsemi og uppbyggingu hreyfingarinnar, þá biðla ég til þeirra sem hvað mest hafa sig í frammi að leyfa ASÍ að njóta sannmælis í umræðunni. Við eigum ekki að ræða hvort við ætlum að vera saman, heldur hvernig við ætlum að vera saman. Með hagsmuni launafólks á Íslandi fyrir brjósti, vona ég innilega að komandi forsetar og miðstjórnarfulltrúar beri gæfu til að sameina hreyfinguna í samstillta og öfluga rödd. Við erum 130.000 félagar og ef við viljum erum við óstöðvandi. Höfundur starfar hjá Alþýðusambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kjaramál Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vegna umræðu um meint áhrifaleysi Alþýðusambands Íslands gagnvart stjórnvöldum vil ég segja þetta: Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Staðreyndin er sú að skýr og vönduð sýn innan hreyfingarinnar er talsvert líklegri til að ná máli en sundurleitni og gífuryrði. Ég tala nú ekki um ef samstaðan er slík að ætla má að hreyfingin sé reiðubúin að beita vopnum sínum til að ná fram kjara- og réttarbótum fyrir íslenskt launafólk. Helstu ástæður fyrir meintu áhrifaleysi ASÍ við að ná sínu fram gagnvart stjórnvöldum tel ég að eigi fyrst og fremst að skrifast á samstöðuleysi og skort á vilja forsvarsmanna aðildarfélaga til að sameina rödd hreyfingarinnar í sterk og skýr skilaboð. Eðli málsins samkvæmt verður allt forsvarsfólk aðildarfélaga ASÍ að axla ábyrgð á því að raðirnar séu þéttar og áherslurnar skýrar. Með þessum orðum er það ekki ætlun mín að beina spjótum að ákveðnu forsvarsfólki umfram annað í þeim efnum. ASÍ er, þegar allt kemur til alls, verkfæri stéttarfélaganna. Það er ábyrgð þeirra að beita því vel eða illa. Veruleiki þar sem margar lágróma raddir tala út og suður þýðir að stjórnvöld þurfa aðeins að hlusta á enduróm eigin orða þegar ákvarðanir sem varða lífsviðurværi alþýðu landsins eru teknar. Þegar okkur hefur tekist að sameina raddir okkar og áherslur gagnvart stjórnvöldum höfum við náð mikilsverðum árangri og nefni ég nokkur nýleg dæmi: -Almenna íbúðakerfið (Bjarg-íbúðafélag) – 2016 -Keðjuábyrgð í opinberum framkvæmdum – 2016 -Keðjuábyrgð (þjónustuveitendur frá EES / Starfsmannaleigur) – 2018 -Leiðrétting/hækkun greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa – 2018 -Ný almenn lög um jafna meðferð á vinnumarkaði – 2018 -Endurskoðuð þrep í tekjuskattskerfi – 2019 -Tengsl vinnu og leigu í húsaleigulögum rofin – 2019 -Lengra og betra fæðingarorlof – 2020 -Hækkun lífeyrissjóðsiðgjalds lögbundin – 2022 En betur má ef duga skal, og já, vissulega er stundum erfitt að finna samhljóminn í svo stórri hreyfingu. Á sama tíma og ég tek fegins hendi og fagna allri umræðu um gagnsemi og uppbyggingu hreyfingarinnar, þá biðla ég til þeirra sem hvað mest hafa sig í frammi að leyfa ASÍ að njóta sannmælis í umræðunni. Við eigum ekki að ræða hvort við ætlum að vera saman, heldur hvernig við ætlum að vera saman. Með hagsmuni launafólks á Íslandi fyrir brjósti, vona ég innilega að komandi forsetar og miðstjórnarfulltrúar beri gæfu til að sameina hreyfinguna í samstillta og öfluga rödd. Við erum 130.000 félagar og ef við viljum erum við óstöðvandi. Höfundur starfar hjá Alþýðusambandi Íslands.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun