Halló! Er einhver heima? Steinunn Árnadóttir skrifar 14. september 2022 09:30 Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast? Óþarfi ætti að vera að minna á aðkomu þessara aðila við hestaníð í Borgarnesi. Það er um fátt annað meira talað í sveitum landsins. Atburðarás undanfarinna daga: Eftir 3ja ára innilokun er kindum ,,hleypt út”. Þær eru sem sé í lítilli rétt fyrir utan fjárhúsin sem þær hafa verið lokaðar inn í, já enn einu sinni, í 3 ár. Þetta hlýtur að vera samkvæmt fyrirmælum ,,eftirlitsaðila”, því bíll merktur MAST var á ferðinni. Þessar kindur eru ekki að komast á beit því heyrúllu er komið fyrir inn í gerðinu. Gott og vel! Nautgripir eru nú örugglega líka samkvæmt fyrirmælum MAST komnir út. Þeir eru reyndar mikið á ferðinni. Enda hafa þeir ekki allir aðgang að vatni. Við leit sína að vatni hafa þeir komið sér í voða í skurðum. Einn nautgripurinn var svo illa fastur í skurði morguninn 13. september að hann þurfti aðstoð að komast upp úr. Eftir þær ,,aðgerðir” stendur skepnan ekki sjálf. Þá er það ráð eiganda og unnustu hans að berja hann á fætur með bareflum. Og þar sem hann stóð bara alls ekki upp, þá var bara að berja meira og svo aðeins, enn meira. Nágrannar sáu til og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á staðinn. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar. Ágæta Svandís Svavarsdóttir. Meðan þú varst að maula gotterí eftir þingsetningu voru þessir aðilar að misþyrma skepnu sem gat ekki staðið upp. Áður var ég búin að senda þér bréf og láta vita af hversu mikil illska er hér á ferðinni. Ég hef engin viðbrögð fengið við því bréfi frá þér eða aðstoðarfólki þínu. Þegar lesin eru lög sem Alþingi hefur sett um velferð dýra er mér spurn um hvaða land þau eiga við? Bara svo við séum á sömu blaðsíðunni: samkvæmt lögum um velferð dýra frá árinu 2013 nr 55: „Ráðherra fer með yfirumsjón mála er varða velferð dýra…” , ennfremur þótti ríkisendurskoðun nýverið ástæða til að gefa út tilkynningu að hún ætlaði að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar um velferð dýra skv. lögum nr 55/2013. Og eitt enn: Sveitarfélagið Borgarbyggð taldi einnig ástæðu eftir fund með yfirdýralækni og forstjóra Matvælastofnunar (MAST) að gefa út yfirlýsingu að úttekt á eftirliti Matvælastofnun ætti að fara fram sem fyrst. Og að lokum: Ástæða þótti til að senda sérsveitina og afvopna umræddan dýraníðing. En engin ástæða er að svipta hann umráðum yfir ósjálfbjarga skepnum sem hann sannarlega misþyrmir. Það virðist vera kappsmál að klappa þessum níðingi á bakið og segja „haltu áfram”. Ég endurtek því spurninguna: Hversu langt á skepnuníðið að ganga? Höfundur er áhugakona um velferð dýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraníð í Borgarfirði Hestar Dýraheilbrigði Borgarbyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir! Hversu langt er hægt að láta skepnuníð viðgangast? Óþarfi ætti að vera að minna á aðkomu þessara aðila við hestaníð í Borgarnesi. Það er um fátt annað meira talað í sveitum landsins. Atburðarás undanfarinna daga: Eftir 3ja ára innilokun er kindum ,,hleypt út”. Þær eru sem sé í lítilli rétt fyrir utan fjárhúsin sem þær hafa verið lokaðar inn í, já enn einu sinni, í 3 ár. Þetta hlýtur að vera samkvæmt fyrirmælum ,,eftirlitsaðila”, því bíll merktur MAST var á ferðinni. Þessar kindur eru ekki að komast á beit því heyrúllu er komið fyrir inn í gerðinu. Gott og vel! Nautgripir eru nú örugglega líka samkvæmt fyrirmælum MAST komnir út. Þeir eru reyndar mikið á ferðinni. Enda hafa þeir ekki allir aðgang að vatni. Við leit sína að vatni hafa þeir komið sér í voða í skurðum. Einn nautgripurinn var svo illa fastur í skurði morguninn 13. september að hann þurfti aðstoð að komast upp úr. Eftir þær ,,aðgerðir” stendur skepnan ekki sjálf. Þá er það ráð eiganda og unnustu hans að berja hann á fætur með bareflum. Og þar sem hann stóð bara alls ekki upp, þá var bara að berja meira og svo aðeins, enn meira. Nágrannar sáu til og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á staðinn. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar. Ágæta Svandís Svavarsdóttir. Meðan þú varst að maula gotterí eftir þingsetningu voru þessir aðilar að misþyrma skepnu sem gat ekki staðið upp. Áður var ég búin að senda þér bréf og láta vita af hversu mikil illska er hér á ferðinni. Ég hef engin viðbrögð fengið við því bréfi frá þér eða aðstoðarfólki þínu. Þegar lesin eru lög sem Alþingi hefur sett um velferð dýra er mér spurn um hvaða land þau eiga við? Bara svo við séum á sömu blaðsíðunni: samkvæmt lögum um velferð dýra frá árinu 2013 nr 55: „Ráðherra fer með yfirumsjón mála er varða velferð dýra…” , ennfremur þótti ríkisendurskoðun nýverið ástæða til að gefa út tilkynningu að hún ætlaði að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar um velferð dýra skv. lögum nr 55/2013. Og eitt enn: Sveitarfélagið Borgarbyggð taldi einnig ástæðu eftir fund með yfirdýralækni og forstjóra Matvælastofnunar (MAST) að gefa út yfirlýsingu að úttekt á eftirliti Matvælastofnun ætti að fara fram sem fyrst. Og að lokum: Ástæða þótti til að senda sérsveitina og afvopna umræddan dýraníðing. En engin ástæða er að svipta hann umráðum yfir ósjálfbjarga skepnum sem hann sannarlega misþyrmir. Það virðist vera kappsmál að klappa þessum níðingi á bakið og segja „haltu áfram”. Ég endurtek því spurninguna: Hversu langt á skepnuníðið að ganga? Höfundur er áhugakona um velferð dýra.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun