618 börn bíða eftir sálfræðiþjónustu hjá HH Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. september 2022 13:27 Umboðsmaður barna heldur utan um tölur yfir fjölda barna sem bíða eftir nauðsynlegri þjónustu, líkt og sálfræðiþjónustu. Vísir/Vilhelm Þessa stundina bíða 618 börn eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Umboðsmaður barna hefur ráðist í um bið barna eftir nauðsynlegri þjónustu. Ráðist var í sams konar samantekt í árslok 2021 og síðan voru nýjustu upplýsingar birtar í gær frá sömu aðilum en auk þeirra voru birtar upplýsingar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóla barnaspítalans og þjónustu talmeinafræðinga. Af þeim 618 börnum á höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir sálfræðiþjónustu þá hefur rúmur helmingur beðið í meira en 180 daga. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. „Þetta er auðvitað ansi löng og mikil bið því þetta er auðvitað fyrsta stigs þjónusta og mikilvægt að börn sem finna þörf á að leita til sálfræðings geti nálgast slíka þjónustu sem allra fyrst.“ Þegar bornar eru saman upplýsingar frá nýjustu upplýsingaöflun annars vegar og upplýsingum frá lok árs 2021 hins vegar sést að meðalbiðtími eftir þjónustu á göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH hefur styst. 67 börn bíða nú eftir því að komast inná göngudeildina en þar af hafa 39 beðið í meira en þrjá mánuði. Alls bíða nú 42 börn eftir því að komast að hjá Transteymi BUGL og hafa 30 þeirra beðið í meira en þrjá mánuði. Nú bíða tólf börn eftir því að komast að hjá átröskunarteyminu. Þrátt fyrir að þetta séu langir biðlistar þá hefur staðan skánað síðan hún var sem verst í lok síðasta árs í kórónuveirufaraldrinum. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að sjá það. Það er auðvitað tilgangurinn með upplýsingaöfluninni að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast; hvort við séum á réttri leið eða hvort biðin sé að lengjast.“ Salvör segir að snemmtæk íhlutun sé börnum fyrir bestu. „Á meðan börnin bíða þá eykst vandinn þannig að og þess vegna er þetta svo gríðarlega mikilvægt að við getum boðið upp á þá þjónustu sem þau þurfa þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör Nordal. Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Heilsugæsla Tengdar fréttir Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Af þeim 618 börnum á höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir sálfræðiþjónustu þá hefur rúmur helmingur beðið í meira en 180 daga. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. „Þetta er auðvitað ansi löng og mikil bið því þetta er auðvitað fyrsta stigs þjónusta og mikilvægt að börn sem finna þörf á að leita til sálfræðings geti nálgast slíka þjónustu sem allra fyrst.“ Þegar bornar eru saman upplýsingar frá nýjustu upplýsingaöflun annars vegar og upplýsingum frá lok árs 2021 hins vegar sést að meðalbiðtími eftir þjónustu á göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH hefur styst. 67 börn bíða nú eftir því að komast inná göngudeildina en þar af hafa 39 beðið í meira en þrjá mánuði. Alls bíða nú 42 börn eftir því að komast að hjá Transteymi BUGL og hafa 30 þeirra beðið í meira en þrjá mánuði. Nú bíða tólf börn eftir því að komast að hjá átröskunarteyminu. Þrátt fyrir að þetta séu langir biðlistar þá hefur staðan skánað síðan hún var sem verst í lok síðasta árs í kórónuveirufaraldrinum. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að sjá það. Það er auðvitað tilgangurinn með upplýsingaöfluninni að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast; hvort við séum á réttri leið eða hvort biðin sé að lengjast.“ Salvör segir að snemmtæk íhlutun sé börnum fyrir bestu. „Á meðan börnin bíða þá eykst vandinn þannig að og þess vegna er þetta svo gríðarlega mikilvægt að við getum boðið upp á þá þjónustu sem þau þurfa þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör Nordal.
Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Heilsugæsla Tengdar fréttir Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15