Ævi og ferill Whitney Houston til sýnis í væntanlegri kvikmynd Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. september 2022 18:12 Naomi Ackie á rauða dreglinum og Whitney Houston eftir að hún hlaut Grammy verðlaun fyrir lagið „I Wanna Dance With Somebody“ árið 1988. Getty/Mike Marsland, Bettmann Fyrsta stikla kvikmyndarinnar „I Wanna Dance With Somebody“ sem byggð er á lífi og starfi söngkonunnar Whitney Houston hefur litið dagsins ljós. Í stiklunni má sjá búta af leiðinni sem Houston fór að þeirri gríðarlegu frægð sem umkringdi feril hennar og mikilvæg augnablik úr hennar einkalífi. Kvikmyndin sem kemur í bíó í Bandaríkjunum 21. desember næstkomandi er skrifuð af Anthony McCarten. McCarten skrifaði einnig handrit kvikmyndarinnar „Bohemian Rhapsody“ sem fjallaði um tónlistarferil Freddie Mercury og hljómsveitarinnar Queen. Leikkonan Naomi Ackie fer með hlutverk Houston í kvikmyndinni en hún lék einnig Jannah í kvikmyndinni „Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker“ og Bonnie í þáttunum „The End of the F***ing World.“ Í nýju stiklunni sjá áhorfendur Houston takast á við gagnrýni, flytja þjóðsönginn á SuperBowl eins og hún gerði eftirminnilega árið 1991 og ganga að altarinu þar sem hún er í þann mund að gifta sig. Meðleikarar Ackie í kvikmyndinni eru meðal annars Stanley Tucci, Tamara Tunie og Clarke Peters. Stikluna má sjá hér að ofan. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin sem kemur í bíó í Bandaríkjunum 21. desember næstkomandi er skrifuð af Anthony McCarten. McCarten skrifaði einnig handrit kvikmyndarinnar „Bohemian Rhapsody“ sem fjallaði um tónlistarferil Freddie Mercury og hljómsveitarinnar Queen. Leikkonan Naomi Ackie fer með hlutverk Houston í kvikmyndinni en hún lék einnig Jannah í kvikmyndinni „Star Wars: Episode IX – The Rise of Skywalker“ og Bonnie í þáttunum „The End of the F***ing World.“ Í nýju stiklunni sjá áhorfendur Houston takast á við gagnrýni, flytja þjóðsönginn á SuperBowl eins og hún gerði eftirminnilega árið 1991 og ganga að altarinu þar sem hún er í þann mund að gifta sig. Meðleikarar Ackie í kvikmyndinni eru meðal annars Stanley Tucci, Tamara Tunie og Clarke Peters. Stikluna má sjá hér að ofan.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira