„Þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2022 12:01 Vel rúmlega 1100 börn bíða eftir að komast að hjá fagfólki Skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi segir ástandið stjórnlaust. Það sé hættulegt að láta börn í andlegri vanlíðan bíða eftir sálfræðiþjónustu. Önnur 874 börn hafa fengið fyrsta viðtal en bíða frekari þjónustu, samtals bíða því nú 2017 börn eftir þjónustu hjá Skólaþjónustunni. Sérfræðiþjónusta við leik-og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar og sálfræðiþjónustu er í þjónustumiðstöðvum hjá hverfum borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir 400 börn hafa verið á þessum sama biðlista þegar hún hóf störf sem borgarfulltrúi 2018 en nú eru þau 2017. „Það er svo ótrúlega hættulegt að bíða þegar börn eru í vanlíðan. Ég óttast náttúrulega alltaf mest að þau grípi til örþrifaráða ef þau eru búin að bíða lengi og kannski komin á unglingsárin. Þau hafa ekki fengið hlustun og þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Á dögunum greindi fréttastofa frá því að 618 börn bíða nú eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þörfin er bersýnilega mikil. Kolbrún segir að ekki sé hægt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. „Eitt er fyrir fullorðið fólk að bíða en allt annaðfyrir börn sem eru að taka út sinn þroska og móta sína sjálfsmynd með andlega vanlíðan og sálfræðileg vandamál. Það er í rauninni með ólíkindum að þau séu látin bíða lon og don. Maður fer líka að hugsa hvernig við erum að undirbúa krakka og börn fyrir framtíðina ef þau koma út í lífið án þess að hafa fengið nauðsynlega aðstoð með sín vandamál.“ Borgarstjórn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Önnur 874 börn hafa fengið fyrsta viðtal en bíða frekari þjónustu, samtals bíða því nú 2017 börn eftir þjónustu hjá Skólaþjónustunni. Sérfræðiþjónusta við leik-og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar og sálfræðiþjónustu er í þjónustumiðstöðvum hjá hverfum borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir 400 börn hafa verið á þessum sama biðlista þegar hún hóf störf sem borgarfulltrúi 2018 en nú eru þau 2017. „Það er svo ótrúlega hættulegt að bíða þegar börn eru í vanlíðan. Ég óttast náttúrulega alltaf mest að þau grípi til örþrifaráða ef þau eru búin að bíða lengi og kannski komin á unglingsárin. Þau hafa ekki fengið hlustun og þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Á dögunum greindi fréttastofa frá því að 618 börn bíða nú eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þörfin er bersýnilega mikil. Kolbrún segir að ekki sé hægt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. „Eitt er fyrir fullorðið fólk að bíða en allt annaðfyrir börn sem eru að taka út sinn þroska og móta sína sjálfsmynd með andlega vanlíðan og sálfræðileg vandamál. Það er í rauninni með ólíkindum að þau séu látin bíða lon og don. Maður fer líka að hugsa hvernig við erum að undirbúa krakka og börn fyrir framtíðina ef þau koma út í lífið án þess að hafa fengið nauðsynlega aðstoð með sín vandamál.“
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira