„Þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2022 12:01 Vel rúmlega 1100 börn bíða eftir að komast að hjá fagfólki Skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi segir ástandið stjórnlaust. Það sé hættulegt að láta börn í andlegri vanlíðan bíða eftir sálfræðiþjónustu. Önnur 874 börn hafa fengið fyrsta viðtal en bíða frekari þjónustu, samtals bíða því nú 2017 börn eftir þjónustu hjá Skólaþjónustunni. Sérfræðiþjónusta við leik-og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar og sálfræðiþjónustu er í þjónustumiðstöðvum hjá hverfum borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir 400 börn hafa verið á þessum sama biðlista þegar hún hóf störf sem borgarfulltrúi 2018 en nú eru þau 2017. „Það er svo ótrúlega hættulegt að bíða þegar börn eru í vanlíðan. Ég óttast náttúrulega alltaf mest að þau grípi til örþrifaráða ef þau eru búin að bíða lengi og kannski komin á unglingsárin. Þau hafa ekki fengið hlustun og þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Á dögunum greindi fréttastofa frá því að 618 börn bíða nú eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þörfin er bersýnilega mikil. Kolbrún segir að ekki sé hægt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. „Eitt er fyrir fullorðið fólk að bíða en allt annaðfyrir börn sem eru að taka út sinn þroska og móta sína sjálfsmynd með andlega vanlíðan og sálfræðileg vandamál. Það er í rauninni með ólíkindum að þau séu látin bíða lon og don. Maður fer líka að hugsa hvernig við erum að undirbúa krakka og börn fyrir framtíðina ef þau koma út í lífið án þess að hafa fengið nauðsynlega aðstoð með sín vandamál.“ Borgarstjórn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Önnur 874 börn hafa fengið fyrsta viðtal en bíða frekari þjónustu, samtals bíða því nú 2017 börn eftir þjónustu hjá Skólaþjónustunni. Sérfræðiþjónusta við leik-og grunnskóla á sviði faglegrar ráðgjafar og sálfræðiþjónustu er í þjónustumiðstöðvum hjá hverfum borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir 400 börn hafa verið á þessum sama biðlista þegar hún hóf störf sem borgarfulltrúi 2018 en nú eru þau 2017. „Það er svo ótrúlega hættulegt að bíða þegar börn eru í vanlíðan. Ég óttast náttúrulega alltaf mest að þau grípi til örþrifaráða ef þau eru búin að bíða lengi og kannski komin á unglingsárin. Þau hafa ekki fengið hlustun og þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa.“ Á dögunum greindi fréttastofa frá því að 618 börn bíða nú eftir sálfræðiþjónustu hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þörfin er bersýnilega mikil. Kolbrún segir að ekki sé hægt að láta börn bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. „Eitt er fyrir fullorðið fólk að bíða en allt annaðfyrir börn sem eru að taka út sinn þroska og móta sína sjálfsmynd með andlega vanlíðan og sálfræðileg vandamál. Það er í rauninni með ólíkindum að þau séu látin bíða lon og don. Maður fer líka að hugsa hvernig við erum að undirbúa krakka og börn fyrir framtíðina ef þau koma út í lífið án þess að hafa fengið nauðsynlega aðstoð með sín vandamál.“
Borgarstjórn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Geðheilbrigði Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira