Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 07:58 Rebekka Sverrisdóttir er fyrirliði KR og hún er óánægð með þá umgjörð sem félagið hefur verið með í kringum liðið. vísir/vilhelm Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington. Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
KR féll úr Bestu deildinni í gær þegar liðið tapaði á heimavelli sínum í Frostaskjóli gegn Selfossi, 5-3. Þó að tvær umferðir séu eftir af deildinni er KR aðeins með sjö stig og getur ekki náð liðinu í 8. sæti, Keflavík, sem er með 16 stig. Í viðtali við RÚV eftir leik sagði Rebekka það ömurlegt og leiðinlegt að fallið væri orðið staðreynd, eftir óvenjulegt sumar þar sem langar pásur og þjálfaraskipti hafi meðal annars truflað takt liðsins. Rebekka gagnrýndi jafnframt umgjörðina í kringum kvennalið KR, sem hefur rambað á milli deilda síðustu ár, en fyrr á tímabilinu var fjallað um það þegar KR var ekki með vallarklukku og vallarþul á heimaleik sínum. Í gær virðist hafa vantað mannskap til að sjá um að koma með sjúkrabörur inn á völlinn þegar Hannah Lynne Tillett meiddist. Hún lá á vellinum í nokkrar mínútur en enginn kom með börurnar og á endanum héldu liðsfélagar hennar á henni út af vellinum. „Litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir“ „Yfir höfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR,“ sagði Rebekka við RÚV og nefndi eitt dæmi: „Það er ekki búið að manna börur hér í dag þar sem leikmaður meiðist illa og er sárþjáð inni á vellinum og það tekur ótrúlegan tíma. Þetta eru litlu atriðin sem að mér þykir ótrúlega sárt að KR geti ekki staðið undir. Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera,“ sagði Rebekka. KR skipti um þjálfara snemma á tímabilinu þegar að Jóhannes Karl Sigursteinsson kaus að hætta en hann var meðal annars óánægður með að félagið skyldi ekki ganga frá því að fá félagaskipti fyrir erlenda leikmenn áður en tímabilið hófst. Christopher Harrington, annar af þjálfurunum sem tóku við af Jóhannesi Karli, talaði á sömu nótum og Rebekka eftir tapið í gær. „Ákveðnir hlutir í kringum kvennalið KR þurfa að breytast,“ sagði Harrington í viðtali við Vísi og bætti við: „Allir litlu hlutirnir, eins og í dag voru engar sjúkrabörur fyrir meiddan leikmann. Ef þetta væri karlabolti, þá væri þetta ekki vandamál. Það eru ýmsir litlir hlutir sem að í kvennabolta skipta miklu máli. Ef þú lætur konur líða eins og þær skipti máli og að þær finni fyrir virðingu þá skilar það sér á vellinum. Aðstæðurnar sem okkar stelpur eru í og miðað við það sem þær gefa á vellinum, vitandi það sem ég veit, þá er frábært að sjá það sem þær gera. Þær skora þrjú mörk á móti Selfossi. Það dugir ekki til að vinna leikinn en þær gáfu allt og að lokum finn ég til með þeim því þær eiga skilið meira frá félaginu,“ sagði Harrington.
Besta deild kvenna KR Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira