Formaður KR svarar fyrir sig: Endurspeglast í slæmu gengi liðsins Atli Arason skrifar 19. september 2022 22:16 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Stöð 2 Sport Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur svarað fyrir þá gagnrýni sem stjórn KR hefur fengið á undanförnum sólarhring eftir tap liðsins gegn Selfossi á heimavelli. Páll kennir skort á sjálfboðaliðum um það sem misfórst þegar leikmaður KR varð fyrir meiðslum. Eftir klukkutíma leik meiddist KR-ingurinn Hannah Tillet og varð að fara meidd af velli en engar sjúkrabörur né starfsmenn voru til staðar til að aðstoða Tillet. Páll segir ganga erfiðlega að manna leiki með sjálfboðaliðum þegar árangurinn innan vallar er eins slæmur og hann hefur verið en KR féll úr efstu deild með tapinu gegn Selfoss í gær. „Það er bara eins með kvenna- og karlalið KR sem og hjá öllum öðrum liðum á Íslandi, þegar illa gengur þá er oft erfiðara að fá fólk á völlinn og erfiðara að fá fólk til að vinna sjálfboðavinnuna. Það endurspeglast í slæmu gengi liðsins að aðrir hafa hrokkið frá og eru að gera annað við tímann sinn en að vera í sjálfboðavinnu,“ sagði Páll í viðtali við Stöð 2. Þrátt fyrir augljósan skort á sjálfboðaliðum segir Páll að fjöldinn allur af sjálfboðaliðum hafi verið á vellinum í gær. Honum finnst ósmekklegt að gagnrýna sjálfboðaliða fyrir störf sín líkt og hann telur hafa verið gert. „Að lang stærstu leyti með þetta augnablik sem skeði í gær þá harma ég stöðuna eins og hún gerðist en það vantaði aðila til að vinna ákveðin sjálfboðastörf þó svo að fjöldin allur af sjálfboðaliðum hafi unnið á þessum leik eins og öðrum leikjum í sumar. Gagnrýnin er svolítið harkaleg þar sem verið að ráðast að fólki sem er að gefa vinnuna sína.“ Páll gefur lítið fyrir þá gagnrýni að KR-ingar sýni meiri áhuga á karlaliðinu en þau sýna kvennaliðinu. „Ég finn það allavega ekki hjá sjálfum mér. Ég hef mikinn áhuga á kvennaliði KR og fylgist með liðinu eins mikið og ég get. Ég reyni að gefa eins mikið af mér fyrir liðið og hægt er en það verður bara hver og einn að dæma um það.“ Enn fremur bendir Páll á að mikill skortur hafi verið á sjálfboðaliðum á leiki karlaliðsins í sumar en ekkert hefur verið rætt eða ritað um það í fjölmiðlum. Viðtalið við Pál í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það hefur ekkert verið fjallað um það. Við höfum verið í mikilli baráttu við sjálfboðaliða að manna hin og þessi störf. Ég er búinn að sinna hverju einasta starfi sem þarf að vinna í sumar fyrir utan að vera vallarþulur. Menn tala bara um þetta í kvennaboltanum. Ég held að öll lið á Íslandi skilji þá stöðu sem við vorum í og öll lið á Íslandi þurfa að glíma við þetta á einhverjum tímapunkti. Það hefur bara ekkert verið fjallað um önnur lið, öll spjót snúa að KR,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Klippa: Formaður KR svarar fyrir sig: Endurspeglast í slæmu gengi liðsins KR Besta deild kvenna Tengdar fréttir Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Eftir klukkutíma leik meiddist KR-ingurinn Hannah Tillet og varð að fara meidd af velli en engar sjúkrabörur né starfsmenn voru til staðar til að aðstoða Tillet. Páll segir ganga erfiðlega að manna leiki með sjálfboðaliðum þegar árangurinn innan vallar er eins slæmur og hann hefur verið en KR féll úr efstu deild með tapinu gegn Selfoss í gær. „Það er bara eins með kvenna- og karlalið KR sem og hjá öllum öðrum liðum á Íslandi, þegar illa gengur þá er oft erfiðara að fá fólk á völlinn og erfiðara að fá fólk til að vinna sjálfboðavinnuna. Það endurspeglast í slæmu gengi liðsins að aðrir hafa hrokkið frá og eru að gera annað við tímann sinn en að vera í sjálfboðavinnu,“ sagði Páll í viðtali við Stöð 2. Þrátt fyrir augljósan skort á sjálfboðaliðum segir Páll að fjöldinn allur af sjálfboðaliðum hafi verið á vellinum í gær. Honum finnst ósmekklegt að gagnrýna sjálfboðaliða fyrir störf sín líkt og hann telur hafa verið gert. „Að lang stærstu leyti með þetta augnablik sem skeði í gær þá harma ég stöðuna eins og hún gerðist en það vantaði aðila til að vinna ákveðin sjálfboðastörf þó svo að fjöldin allur af sjálfboðaliðum hafi unnið á þessum leik eins og öðrum leikjum í sumar. Gagnrýnin er svolítið harkaleg þar sem verið að ráðast að fólki sem er að gefa vinnuna sína.“ Páll gefur lítið fyrir þá gagnrýni að KR-ingar sýni meiri áhuga á karlaliðinu en þau sýna kvennaliðinu. „Ég finn það allavega ekki hjá sjálfum mér. Ég hef mikinn áhuga á kvennaliði KR og fylgist með liðinu eins mikið og ég get. Ég reyni að gefa eins mikið af mér fyrir liðið og hægt er en það verður bara hver og einn að dæma um það.“ Enn fremur bendir Páll á að mikill skortur hafi verið á sjálfboðaliðum á leiki karlaliðsins í sumar en ekkert hefur verið rætt eða ritað um það í fjölmiðlum. Viðtalið við Pál í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það hefur ekkert verið fjallað um það. Við höfum verið í mikilli baráttu við sjálfboðaliða að manna hin og þessi störf. Ég er búinn að sinna hverju einasta starfi sem þarf að vinna í sumar fyrir utan að vera vallarþulur. Menn tala bara um þetta í kvennaboltanum. Ég held að öll lið á Íslandi skilji þá stöðu sem við vorum í og öll lið á Íslandi þurfa að glíma við þetta á einhverjum tímapunkti. Það hefur bara ekkert verið fjallað um önnur lið, öll spjót snúa að KR,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Klippa: Formaður KR svarar fyrir sig: Endurspeglast í slæmu gengi liðsins
KR Besta deild kvenna Tengdar fréttir Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu