Hrúga af orðum Gunnar Dan Wiium skrifar 21. september 2022 07:31 Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þetta er ekki skoðun heldu reynsla, reynsla sem sýndi mér að það er okkur hulin heimur sem tækin geta ekki mælt. Við rífumst og hótum hvort öðru með sprengjum, eitrum fyrir hvort öðru eins og að ég sé ekki þú. En ég sat í þessu rými með öðru fólki. Þetta var svona hugleiðslufundur, shitt hvað ég var búin að langt úti, þetta var einskonar geðrof, tengslarof. Ég var svo búin á því inn í kjarnan, ekkert eftir en allt út um allt, hvernig er það hægt, að eiga ekkert eftir en á sama tíma er allt út um allt eiginlega? Það eru 3 vikur síðan ég stöðvaði neyslu á öllu þessu drasli ég var að klína í mig og á, lungun, nefholið, maginn, fylla þetta drasl af drasli þar til fyrir 3 vikum. Mér var sagt á degi eitt að sársaukin og þreytan kæmi yfir mig eins og heil herdeild um leið og rofaði til. Það var rétt, það fór að rofa til og vonleysið heltist yfir mig, sársaukinn inn í, allt var á iði og mér var allsstaðar íllt nema þegar ég svaf. Mér var sagt að allt væri út um allt og athyglin sprengt og því þyrfti ég, égið að verða eftirtekt, sargent eftirtekt. Ég þyrfti að beina athygli að föstum takt, sveiflu, búm-búm-búm-búm, möntru. Ég þyrfti að hengja athyglina á hana, möntruna og um leið og athyglin byrjaði að leita annað ætti ég að beina henni tilbaka að möntrunni. Mantran eru fótsporin að miklum hvell. Þarna sit ég með öllu þessu fólki og hugleiðslan hefst, hún á að standa í hálftíma og rýmið er myrkvað. Mér er allstaðar íllt, axlir, bak, og hné, mér klæjar allstaðar, það er allt asnalegt. En ég fer af stað eins og ég er búin að gera síðustu 3 vikur, það veitir mér slökun en andskotanum erfitt að halda fókus í meira en nokkrar sekundur í einu, en aftur að möntrunni. Svo gerist það, slökun færist yfir mig, ég fer að finna fyrir doða í höndum. Það er eins og líkaminn stífni upp án áreynslu, steingervist. Útlimir mínir eru kassóttir gráir steinar, þungir sem allt sem er til en engin sársauki. Hann er horfin, engin sársauki. Ég dreg athyglina aftur að möntrunni, spáðu ekki í þessu hugsaði ég, haltu áfram. Smátt og smátt er sem andardrátturinn nánast hverfi, hann er þarna, örfínn, eins og silki, grunnur, mjúkur og stöðugur en nánast óþarfur. Ég finn ekkert fyrir líkamanum lengur, hann er horfin. Það er bara þessi silki fíni dráttur af lofti, drátturinn er mantran, orðin eru horfin. Yfir mig, ég´ið, það, sá, hana sem sér, upplifir, yfir hina kjörnuðu eftirtekt ríður yfir eins og öldur af orku, einskonar ljósi svo öflugu að það hafði og hefur massa. Ríður yfir mig með ólýsanlegri sælutilfinningu. Ég sleppi öllu og er hvergi og þar er eftirtektin dregin upp giltan silkiþráð og svo er bara ljós, ekkert nema ljós, allt ljós sem er. Þar er allt en ekkert samtímis. Ég skynja ekkert nema ljós og með henni fylgir vissa sem sagði mér allan sannleika heimsins í einu hljóðlausu orði. Engin tími, ekkert en allt. Ég er að koma tilbaka og þá finn ég fyrir lífinu í kringum mig, ég finn það án fjarlægðar, ég finn og skynja lífið óendanlega langt í burtu en í mér og ég í þeim á sama tíma. Ég var allir í rýminu, allt í rýminu. Ég kom tilbaka grátin, hlæjandi, verkjalaus, heill. Ég vissi að allt færi vel því framtíðin er hér og ekkert stenst núið. Ég kem þessari lýsingu, reynslu í orð því hún er hornsteinninn, þetta móment þar sem augun opnast og aftur er ég fæddur og í þeim eina tilgangi að deyja með reisn og í öryggi. Eitthvað dó og eitthvað fæddist, andardrátturinn sem fæðir af sér. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun