Formaður BÍ segist ekkert botna í því hvað Bjarna gangi til Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2022 12:20 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekki vita hvað Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, gangi til með að vilja blanda sér mál sem snýr að rannsókn lögreglu á fjórum blaðamönnum. Afstaða hans standist enga skoðun. Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn stöðu sakbornings í rannsókn Lögregluembættisins á kæru Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem varðar meinta byrlun og stuld á síma hans. Gengið er út frá því af hálfu lögreglu að gögn úr þeim síma hafi verið notuð til að fjalla um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja, sem lagði upp með að vilja efast um að fréttaflutningur af rannsókn á mútumálum Samherja í Namibíu stæðist. Einn fjórmenninganna, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar, lét á það reyna fyrir dómsstólum hvort það væri lögum samkvæmt að hann hefði þessa stöðu sakbornings; hvort sakarefni á hendur honum stæðust. Niðurstaða héraðsdóms var sú að svo væri ekki en Landsréttur vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo þá frávísun. Aðalsteinn hefur nú kært þá málsmeðferð til Mannréttindadómsstóls Evrópu. Vísir ræddi nú í morgun við lögmann hans, Gunnar Inga Jóhannsson, sem sagði að mikilvægt væri að fá úr þessu skorið: Hvort það væri svo að dómsstólar hefðu engin úrræði ef upp komi sú staða að lögregla misfari með vald sitt? Bjarni ítrekað veist að blaðamönnum Bjarni Benediktsson blandaði sér óvænt í þann þátt máls á sínum tíma og hefur sagt að hann telji að blaðamenn þurfi að þola það eins og aðrir að sæta rannsókn. Þá svöruðu þær Sigríður Dögg og Sigríður Hjaltalín, formaður Félags fréttamanna. Bjarni ítrekaði svo þau sjónarmið sín í gær en tilefnið var mikil málsvörn sem Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, einn fjórmenninganna, birti í gær. Bjarni sagði meðal annars að ályktanir Blaðamannafélagsins vegna málsins væru byggðar á sandi. Og blaðamenn ættu að reyna að læra af þessu máli. Nú hefur Sigríður Dögg formaður BÍ ritað grein þar sem hún svarar Bjarna. Hún segir í samtali við Vísi að hún skilji ekki hvað Bjarna gangi til með afskiptum sínum. „Það er mjög mikilvægt að ég sem talsmaður stéttarinnar hér á landi standi vörð um frjálsa fjölmiðlun og tjáningarfrelsið. Ekki síst gagnvart valdamiklum stjórnmálamönnum eins og Bjarna sem hafi ítrekað veist að blaðamönnum,“ segir Sigríður Dögg. Hún segir að það hljóti að teljast afar mikilvægt að leiðrétta rangfærslur sem snúa að faginu – ekki síst þegar þær komi frá valdamiklum mönnum sem Bjarna. Það sé sérlega til þess fallið að æra óstöðuga og ala á ranghugmyndum. Segir Bjarna á vafasamri vegferð Í niðurlagi greinar Sigríðar Daggar segir að erindi fjölmiðla sé að miðla upplýsingum í þágu almennings. Alþingi hafi meira að segja hnykkt sérstaklega í lagasetningu að ekki beri að refsa blaðamönnum fyrir að miðla slíkum upplýsingum. „Það sem Bjarni virðist einnig neita að skilja er að hér er ekki um að ræða mál sem ástæða er til að gera blaðamenn að sakborningum í og kalla þá til yfirheyrslu. Telji einhver á sér brotið í þeim fréttum sem til rannsóknar eru hjá lögreglu, er sjálfsagt að dómstólar skeri úr um lögmæti þess að birta fréttirnar. Þær voru byggðar á upplýsingum sem sannarlega voru einkagögn, líkt og blaðamennirnir hafa margoft skýrt frá. Sjálfsagt er að dómstólar skeri úr um hvort almenningur hafi átt rétt á þeim upplýsingum sem þar komu fram og hvort hagsmunir almennings af því að fá þær upplýsingar vegi þyngra en hagsmunir þeirra einstaklinga sem fjallað var um í fréttunum. Til þess að skera úr um það er einfaldlega hægt að meta fréttirnar sjálfar - og óþarfi - og beinlínis skaðlegt, líkt og Evrópuráðið hefur meðal annars bent á - að kalla blaðamenn til yfirheyrslu, hvað þá að veita þeim stöðu sakbornings fyrir að vinna vinnuna sína - sem er að gæta hagsmuna almennings og veita stjórnmálamönnum og stórfyrirtækjum aðhald,“ segir meðal annars í grein Sigríðar Daggar. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 17:30 Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25. mars 2022 14:43 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn stöðu sakbornings í rannsókn Lögregluembættisins á kæru Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem varðar meinta byrlun og stuld á síma hans. Gengið er út frá því af hálfu lögreglu að gögn úr þeim síma hafi verið notuð til að fjalla um hina svokölluðu Skæruliðadeild Samherja, sem lagði upp með að vilja efast um að fréttaflutningur af rannsókn á mútumálum Samherja í Namibíu stæðist. Einn fjórmenninganna, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar, lét á það reyna fyrir dómsstólum hvort það væri lögum samkvæmt að hann hefði þessa stöðu sakbornings; hvort sakarefni á hendur honum stæðust. Niðurstaða héraðsdóms var sú að svo væri ekki en Landsréttur vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo þá frávísun. Aðalsteinn hefur nú kært þá málsmeðferð til Mannréttindadómsstóls Evrópu. Vísir ræddi nú í morgun við lögmann hans, Gunnar Inga Jóhannsson, sem sagði að mikilvægt væri að fá úr þessu skorið: Hvort það væri svo að dómsstólar hefðu engin úrræði ef upp komi sú staða að lögregla misfari með vald sitt? Bjarni ítrekað veist að blaðamönnum Bjarni Benediktsson blandaði sér óvænt í þann þátt máls á sínum tíma og hefur sagt að hann telji að blaðamenn þurfi að þola það eins og aðrir að sæta rannsókn. Þá svöruðu þær Sigríður Dögg og Sigríður Hjaltalín, formaður Félags fréttamanna. Bjarni ítrekaði svo þau sjónarmið sín í gær en tilefnið var mikil málsvörn sem Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, einn fjórmenninganna, birti í gær. Bjarni sagði meðal annars að ályktanir Blaðamannafélagsins vegna málsins væru byggðar á sandi. Og blaðamenn ættu að reyna að læra af þessu máli. Nú hefur Sigríður Dögg formaður BÍ ritað grein þar sem hún svarar Bjarna. Hún segir í samtali við Vísi að hún skilji ekki hvað Bjarna gangi til með afskiptum sínum. „Það er mjög mikilvægt að ég sem talsmaður stéttarinnar hér á landi standi vörð um frjálsa fjölmiðlun og tjáningarfrelsið. Ekki síst gagnvart valdamiklum stjórnmálamönnum eins og Bjarna sem hafi ítrekað veist að blaðamönnum,“ segir Sigríður Dögg. Hún segir að það hljóti að teljast afar mikilvægt að leiðrétta rangfærslur sem snúa að faginu – ekki síst þegar þær komi frá valdamiklum mönnum sem Bjarna. Það sé sérlega til þess fallið að æra óstöðuga og ala á ranghugmyndum. Segir Bjarna á vafasamri vegferð Í niðurlagi greinar Sigríðar Daggar segir að erindi fjölmiðla sé að miðla upplýsingum í þágu almennings. Alþingi hafi meira að segja hnykkt sérstaklega í lagasetningu að ekki beri að refsa blaðamönnum fyrir að miðla slíkum upplýsingum. „Það sem Bjarni virðist einnig neita að skilja er að hér er ekki um að ræða mál sem ástæða er til að gera blaðamenn að sakborningum í og kalla þá til yfirheyrslu. Telji einhver á sér brotið í þeim fréttum sem til rannsóknar eru hjá lögreglu, er sjálfsagt að dómstólar skeri úr um lögmæti þess að birta fréttirnar. Þær voru byggðar á upplýsingum sem sannarlega voru einkagögn, líkt og blaðamennirnir hafa margoft skýrt frá. Sjálfsagt er að dómstólar skeri úr um hvort almenningur hafi átt rétt á þeim upplýsingum sem þar komu fram og hvort hagsmunir almennings af því að fá þær upplýsingar vegi þyngra en hagsmunir þeirra einstaklinga sem fjallað var um í fréttunum. Til þess að skera úr um það er einfaldlega hægt að meta fréttirnar sjálfar - og óþarfi - og beinlínis skaðlegt, líkt og Evrópuráðið hefur meðal annars bent á - að kalla blaðamenn til yfirheyrslu, hvað þá að veita þeim stöðu sakbornings fyrir að vinna vinnuna sína - sem er að gæta hagsmuna almennings og veita stjórnmálamönnum og stórfyrirtækjum aðhald,“ segir meðal annars í grein Sigríðar Daggar.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31 MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 17:30 Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25. mars 2022 14:43 Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31
Skæruliðadeildin sem nú vill ná vopnum sínum Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu? 15. febrúar 2022 15:31
MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 17:30
Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23
Aðalsteinn þarf að gefa skýrslu eftir frávísun í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, þarf að gefa skýrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þetta er ljóst eftir að Hæstiréttur vísaði kæru Aðalsteins frá dómi í dag. Hæstiréttur taldi að Aðalsteinn hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurð Landsréttar til Hæstaréttar. 25. mars 2022 14:43
Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. 28. febrúar 2022 14:23
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent