Eigandi Phoenix Suns og Mercury selur eftir að vera dæmdur í bann vegna kvenhaturs og rasisma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 23:31 Vill ekki vera „truflun“ og hefur ákveðið að selja en þó eflaust aðeins fyrir rétt verð. Christian Petersen/Getty Images Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta og Phoenix Mercury í WNBA-deildinni, hefur ákveðið að selja eftir að hann var dæmdur í árs bann og sektaður um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces. Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces.
Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira