Eigandi Phoenix Suns og Mercury selur eftir að vera dæmdur í bann vegna kvenhaturs og rasisma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 23:31 Vill ekki vera „truflun“ og hefur ákveðið að selja en þó eflaust aðeins fyrir rétt verð. Christian Petersen/Getty Images Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta og Phoenix Mercury í WNBA-deildinni, hefur ákveðið að selja eftir að hann var dæmdur í árs bann og sektaður um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces. Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces.
Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira