Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 11:51 Trump með þremur elstu börnum sínum, f.v. Eric, Donald og Ivönku. Þau eru öll sökuð um að blekkja fjármálafyrirtæki og skattayfirvöld í New York. AP/Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29