Einar: Við fokkuðum upp lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. september 2022 22:58 Einar Jónsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego Fram sigraði í kvöld Aftureldingu upp í Úlfarsárdal með tveimur mörkum, 28-26 lokatölur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik og hugarfar sinna manna. „Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“ Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
„Þetta var torsótt, þetta var mjög kaflaskipt. Ekkert frábær handbolti, en mikil spenna, eiginlega allan leikinn og liðin skiptust á að leiða hérna í seinni hálfleik og þetta hefði getað dottið hvoru megin sem er. Við bara örlítið heppnari. Við sýndum geggjaðan karakter, ólseigir og þrautseigir. Vorum bara aggressívir á þá hérna undir lokin í stað þess að bíða og vera passífir. Ánægður með Óla (Ólafur Brim Stefánsson) og Gauta (Þorsteinn Gauti Hjálmarsson), við vorum tveimur færri og samt bara sókndjarfir og ætluðum að reyna koma þeim í vandræði. Það heppnaðist. Við fokkuðum upp í lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta. Ég er hrikalega ánægður með okkur.“ Fram glutraði niður sex marka forystu í fyrri hálfleik, en Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13. „Mér fannst við bara dálítið passífir, við vorum ekki eins aggressívir og á fyrstu mínútunum. Vorum að sækja allt of mikið til hliðar og svona. Auðvitað var ég náttúrulega búinn að skipta dálítið mikið inn á, en við höfum verið að gera það í öllum okkar leikjum hingað til, þannig að það ætti ekki að trufla. Ég þarf bara aðeins að skoða það betur. Þetta var ekki gott síðustu tíu í fyrri hálfleik og við þurfum að kíkja bara aðeins á það.“ „Varnarlega, héldum við alltaf varnarleiknum allan leikinn sko. Þeir voru aðallega að breika á okkur í fyrstu og annarri bylgju út af okkar klaufaskap. Við náðum að endurstilla okkur í hálfleik. Svona, mér fannst við aftur klaufar í seinni hálfleik. Mér fannst við alveg getað náð aðeins betri tökum á leiknum, en erum áfram að gera svolítið af mistökum sem mér finnst að við þurfum að fækka allavegana ef ekki eyða þeim alveg út. Mótið er rétt að byrja og við erum búnir að vinna báða okkar leiki hérna heima og eitt stig í Garðabænum og erum bara drullu sáttir. En það er bara áfram veginn.“ Leikmenn Fram fá helgarfrí að launum frá þjálfara sínum, Einari Jónssyni, eftir frammistöðuna í leik kvöldsins. Fram mætir svo FH í næsta leik. „Það er bara hefðbundið, það er alltaf það sama sko. Ég veit reyndar ekki hvort ég er búinn að segja þeim það, ég ætla að gefa þeim frí laugardag og sunnudag og vonandi launa þeir mér það til baka bara með góðum leik á fimmtudaginn. Annars hefði verið æfing á morgun og laugardag, þannig að þeir fá kannski kærkomið frí. Svo bara gönnum við á þetta. Við erum að mæta frábæru liði. Við bara undirbúum okkur af kostgæfni, bara eins og verið hefur.“
Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. 22. september 2022 22:29